Nú ganga þeir fram með tárvot augu sem brugðust starfsskyldu sinni og þjóðinni á löggjafarþinginu.Upphafið hófst reyndar eins og kunnugt er þegar ríkisbankarnir voru seldir til fyrirfram ákveðinna Framsóknar - og Sjálfstæðismanna,sem höfðu litla sem enga þekkingu á rekstri banka.Augljóst var frá upphafi að flokkarnir ætluðu að nýta sér tryggann aðgang að fjárreiðum bankanna.Reyndar tókst þeim það fyrstu árin,en síðan varð frjáls - og auðhyggjan í bönkunum að óviðráðanlegri græðgi.Útrásin varð að einhvers konar ímynd hinna ríku og flottu,sem heilluðu verulegan hluta þjóðarinnar,enda ríkulega studdir af ráðamönnum flokkanna og ekki síst forsetanum.Það má segja að þessar blekkingar bankanna með meintri aðstoð ríkisstjórna,Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins hafi gert græðgisklíkum bankanna kleyft að tæma þá rétt áður en þeir hrundu beint fyrir framan þær eftirlitsstofnanir,sem áttu að hafa lögformlegt eftirlit með þeim.
Nú þegar nefndin hefur skilað sínum gögnum til löggjafarþingsins og staðfest er að stærstum hluta af fjármunum bankanna var hreinlega stolið og að þjóðin verði að greiða hundruð miljarða fyrir þessi afbrot þeirra.Afleiðingar þessa þjófnaða leiðir m.a.til þess að að ríkissjóður hefur ekki fjármuni til að hjálpa tugþúsundum heimila frá gjaldþrotum.
Nú er hafin tímabundin útganga þingmanna af þinginu,sem með einum eða öðum hætti tengdust þessum meintu afbrotum.Það er lengi búið að segja þjóðinni ósatt og falsa fréttir á þessum vettvangi.Nú þegar menn vitna um ógæfu sína með tár á vanga til að öðlast samúð þjóðarinnar er hætt við að uppskeran verði eins og til var sáð.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:48 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.