Fólk liggur hundflatt fyrir alls konar pólutískum trúfíflum og loddurum.

Stundum er erfitt að greina milli fíflhyggju og vanþroskunar þegar kjósendur velja sér flokk eða beinna fjárhagslegra hagsmuna .Fjöldi kjósenda liggja beinlínis hundflatir fyrir alls konar áróðri og skrúfmælgi stjórnmálafl.skiptir þá engu máli þó búið sé að ranghverfa málefnum og beinlínis blekkja fólk með hvers konar kosningaloforðum.Kjósendur láta draga sig eins og heimsk trúfífl á græðgi penginavaldsins.Þjóðina skortir stéttarlega samstöðu til að efla samstöðu sína á lýðræðislegan hátt með því að hugsa skýrt  rökrétt og óhlutdrægt.Er ekki kominn tími til að spyrna við fótum,áður en allt er komið í óefni.

Framundan eru tugþúsundir heimila sem verða tekin á næstunni  til gjaldþrotaskipta,ríkisstjórnin horfir aðgerðalaus á.Nú dugar ekki lengur að frysta og framlengja lánin,bankarnir og Húsnæðisstofnun ríkisins verða að fá sínar afborganir og skuldir greiddar. Talið er að 44.þúsund heimili og fyrirtæki eigi ekki fyrir skuldum,hver verða örlög þeirra?

Það mun kosta hundruð miljarða að leysa úr þessum skuldahala,enginn hefur hingað til komið fram með tillögur til að leysa þennan mikla vanda heimila og þjóðar.

Þegar eru uppi  ýmsar hugmyndir skuldhafa og aðstandenda þeirra til sórátaka við ríkisstjórnina og þingið,sem bera fulla ábyrgð á þeim pólitísku vegvísum sem farnir voru  í efnahagsmálum þjóðarinnar.Það stóra slys sem orðið hefur í hinu pólitíska gangverki ´þjóðarinnar  verða ekki löguð,nema  hér viðtaki utanþingstjórn valinkunnra Íslendinga og erlendra sérfræðinga til nokkra ára og löggjafarþingið verði tímabundið lagt niður.Þeirra verður ekki sárt saknað.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll; Kristján !

Þakka þér fyrir; að koma svo að kjarna mála; án skrúðs, og tildurs.

Þetta er einmitt; sá bitri veruleiki, sem við allt of mörgum okkar blasir, og hefir undirliggjandi áður verið, allvíða.

Ég vil leyfa mér; að vekja séstaka athygli, minna fjölmörgu spjallvina, á þessarri ahrifamiklu grein þinni, Kristján, á minni síðu, með einföldum skilaboðum, til þeirra.

Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi /

Óskar Helgi

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 15.8.2010 kl. 17:48

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Það er undarleg vistri stjórnsýsla að láta mennina sem rændu bankana innan frá óáreitta spóka sig í glæsivillum erlendis og endurreisa svo bankana með lífi fólksins í þessu landi.

Mér eru vinnubrögð þessarar ríkisstjórnar óskiljanleg og þó mest vegna þess að ég sé ekki tilganginn.

Handa hverjum er verið að endurreisa bankana þegar fólk hefur flúið land?

Árni Gunnarsson, 15.8.2010 kl. 18:24

3 Smámynd: Elle_

Allt snýst um bankana, fjármálafyrirtækin og gróðaníðingana hjá meginþorra pólitískra flokka og pólitíkusa.  Alþýða lands má búa á götunni allslaus og fatalaus og flýja land í stórum stíl fyrir gróðapésa, sem stjórnvöld leyfa endalaust að níðast á, ofrukka og ræna.  Og menn liggja jú oft hundflatir fyrir lygum. 

Elle_, 15.8.2010 kl. 19:58

4 identicon

Sammála ykkur öllum.

Yarswiss (IP-tala skráð) 15.8.2010 kl. 22:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband