Ennþá sama siðspillingin og auðhyggju græðgin nú hjá skilanefndum og slitastjórnum bankanna.
25.8.2010 | 21:44
Nú er að koma í ljós að þeim sem falið var að moka flórinn hjá Landsbanka og Glitni fá 6 - 7 milj.kr.í mánaðarlaun.Hér er um að ræða svonefndar skilanefndir og slitastjórnir " valin kunnra manna fjármála sérfræðinga ".Þessi laun svara til 9 þúsund kr.á tímann allan sólarhringinn. og nema nú hundruðum miljóna kr.Ætlar þessari fjármálaóreiðu aldrei að linna sama hver stjórnar þjóðarskútunni.Á sama tíma og ríkisstjórnin boðar nú 40 miljarða samdrátt og skattahækkanir er hundruðum miljóna kr.afhentar sérvöldum gæðingum peningavaldsins.
Hvar er skjaldborgin,sem forsætisráðhr.lofaði þjóðinni,heimilin í landinu hafa ekki séð hana og hafa litlar sem engar væntingar frá hinni miskunnarlausu og óhæfu ríkisstjórn.Ósannar staðhæfingar og gallaðar skilgreiningar á flestum sviðum stjórnsýslunnar eru nánast daglegir viðburðir.Ruglandi sem stafar af þekkingarskorti má ryðja úr vegi með meiri þekkingu,en vísvitandi rangfærslur og bein ósannyndi er afar erfitt að ráð bót á.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:49 | Facebook
Athugasemdir
Það mun engin breyting verða fyrr en fjórflokkurinn og auðvaldsklíkan verður leyst upp.
Árni Karl Ellertsson (IP-tala skráð) 25.8.2010 kl. 22:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.