Þingið kýs líka nefnd þingmanna,sem aðstoðar saksóknara.Þegar síðan Landsdómur kemur saman verður málarekstur með hliðstæðum hætti og hvert annað dómsmál.
Saksóknari útbýr ákæruskal,sem byggt verður á ályktun þingsins og ákærðir verða aðeins dæmdir fyrir þær sakir,sem samþykktar eru og tilgreindar af þinginu sjálfu Þá er rétt að hafa í huga að dómurinn er ekki bundinn við refsikröfur saksóknara.Þá hefur nokkuð verið deilt um það hvort hinir meintu aðilar myndu njóta réttarstöðu sakborninga.Í lögum um Landsdóm munu ekku vera gerðar kröfur um það.
Ljóst er ,að á ráðherraábyrgðina mun mjög reyna, ef til rannsóknar kemur og samskipti Framkvæmda - og Löggjafarvaldsins.Siðlaus pólutísk og persónuleg fyrirgreiðsla stjórnsýslunnar hefur einkennt íslensk stjórnmál alla tíð.Við þurfum frelsi og lýðræði til að byggja upp menningarlegt þjófélag.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.