Ákvörðun Margrétar að segja sig úr Frjálslyndafl.var hárrétt miðað við þær aðstæður og breytingar sem orðið höfðu á flokknum og skýrt komu í ljós á landsfundinum.Aðkoma Nýs Afls að Frjálslyndafl. umbreytti honum á skömmum tíma,þingmenn flokksins urðu ráðvilt handbendi Jóns Magnússonar og félaga í Nýju Afli og sameinuðust þeim að hrekja Margréti með markvissum hætti úr flokknum.Ég lýsti þeirri aðför lauslega í síðasta bloggi mínu og endur tek það ekki hér.Ég tel nokkuð víst að umrædd aðför að Margréti verði upphaf og endir á lífdögum Frjálslindafl.
Nú spyrja allir, hvað verður um Margréti og hennar stuðningafólk,sem vitað er að munu yfirgefa flokkinn næstu daga.Nýr flokkur er ekki óskastaða í ísl.pólutík,spurningin er hvort einhver stjórnmálaflokkur hugnast hennar stjórnmálaviðhorfum og hvort t.d.Samfylkingin er tilbúin að gefa henni það pólutíska rými,sem báðir aðilar geta sætt sig við á málefnalegum grundvelli.Ég er jafnaðarmaður af gamla skólanum,þar sem jafnrétti og bræðralag voru okkar leiðarljós.Mér hefur alltaf funndist Margrét vera með mikla réttlætis - og siðferðiskennd og hún ætti því pólutíska samleið með jafnaðarmönnum.Kæmi hún til liðs við flokkinn þyrfti hún og hennar fylgismenn að fá sæti á framboðslistum Samfylkingarinnar.Einhverjum kann að finnast svona hugmyndir óraunhæfar,þar sem búið er að ákveða framboðslista Samfylkingarinnar,en persónulega finnst mér að megi endurmeta uppröðun á listum flokksins, þegar sýnilega er hægt að styrkja innviði hans til sóknar með tilstyrk þessa fólks.
Læt þessum bollaleggingum lokið,nú er bara að bíða og sjá hver framvindan verður.Gangi þér allt í haginn.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 31.1.2007 kl. 16:39 | Facebook
Athugasemdir
Sammála þér með að það er ekki holt fyrir okkur að fá fleiri stjórnmálaflokka. Nema að einhver hætti. Annað gæti leitt til máttlausrar stjórnar 3 til 4 flokka. Eða til þess að Sjálfstæðismenn héldu velli. Þeir flokkar sem eru starfandi nú geta flestir rúmað þær skoðanir og þau málefni sem fólk er að leggja áherslu á. Það þarf að vinna það innan flokkana sem nú eru starfandi.
Magnús Helgi Björgvinsson, 30.1.2007 kl. 01:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.