Ofríki og yfirgangur ráðherra ríkisstjórnarinnar er aðför að lýðræðinu.

Yfirlýsingar ráðherra ríkisstjórnarinnar nú fyrir alþingiskosningar um langtíma fjárframlög upp á tugi miljarða til menntamála.landbúnðarmála og vegamála o.fl.án þess að alþingi og fjárveitinganefnd komi þar nálægt.Hér eru ráðherrar viðkomandi málaflokka að brjóta allar reglur löggjafarvaldsins varðandi lögformlegar verkreglur um meðferð fjárlaga þingsins.Þessi yfirgangur og ofríki framkvæmdavaldsins gangvart löggjafarvaldinu  fer versnandi með hverju ári.Ráðherrar ríkisstjórnarinnar lofa tugum miljarða fyrir kosningar,en fyrir þeim loforðum er náttúrlega engin innistæða ,né næsta ríkisstjórn bundin af þessum bulli.

Það er ódýr kosningaáróður ríkisstjórnarinnar að flytja þjóðinni stöðugar upplýsingar um það sem kann að verða gert á næstu áratugum.Einhliða aðgerðir Halldórs og Davíðs um aðild þjóðarinnar að Irak stríðinu á sínum tíma er dæmigert fyrir ólögmætar ráðherra aðgerðir.Við getum ekki liðið lengur svona ofríki ráðherra framkvæmdavaldsins og að engir séu ábyrgir fyrir  einu né neinu.Svona ríkisstjórn þarf að velta úr sessi og koma á ný lýðræði í þjóðfélaginu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband