Tvískinnungsháttur og blekkingar Framsóknarfl.varðandi sameign þjóðarinnar.

Jón Siurðsson,form.Framsóknarfl.staðfesti á flokksþinginu í dag,að flokkur hans legði ríka áherslu á,að allar sameignir þjóðarinnar yrðu staðfestar þjóðareign  samk.stjórnarskrá lýðveldisins.Stjórnarflokkarnir höfðu samkvæmd stefnuyfirlýsingu flokkanna staðfest að ljúka framkvæmd þessa veigamikla máls á þessu kjörtímabili og við það verði staðið.

Allir stjórnmálaflokkar eru sammála þessum eignaréttarmálum sameigna í orði en ekki á borði. Jafnaðarmenn og síðar Samfylkingin  hafa árum saman barist fyrir framgangi þessa mála m.a.vegna framkvæmda laga um fiskveiðiheimildir innan efnahagslögsögunnar.Þá var Frjálslyndifl.stofnaður á sínum tíma til að berjast gegn ólögmætri skiptingu og meðferð fiskveiðiheimilda.

Framsóknarfl.og Sjálfstæðisfl.bera alla ábyrgð á framkvæmd úthlutunar fiskveiðiheimilda.Þeir hafa með ýmsum lagabreytingum allt frá 1984 er kvótinn var settur á og síðan 1991 þegar framsal og leiga hans varð að veruleika.Fiskveiðiheimildir eru samk.lögum sameign þjóðarinnar,en allir vita að þau eru ekki virt.Sala og leiga og hvers konar brask á kvóta hefur aldrei samrýms ákvæðum laga um fiskveiðiréttindi.Hér hafa útgerðarmenn tekið sér eignarétt í stað nýtingaréttar og komist upp með það undir verndarvæng núverandi ríkisstjórnarfl.Tugmiljarða verðmæti fyrir kvóta hefur verið selt og umbreytt í skuldabréf í óskyldum rekstri.Þannig er búið að arðræna sjávarútveginn og leggja fjölda sjávarbyggða í rúst.

Nú ætlar Framsóknarfl.að koma þessari sameign að nafninu til undir stjórnarskrá.Dettur nokkrum heiðvirðum manni í hug að einhver breyting yrði á meðferð fiskveiðiheimilda við það,þjóðin á lögum samkvæmt í dag allan fisk innan efnahagslögsögunnar.Ég leyfi mér að vona að þjóðin sjái í gegnum þennan blekkingarvef Framsóknarfl.Eina leiðin til að fá þennan eignarétt virtan er að koma ríkisstjórnni frá völdum.Það er ekki nóg að koma sameignum þjóðarinnar undir stjórnarskrá ef  nýting og framkvæmd eignaréttar er ekki tryggð,eins og dæmin sanna í stjórnun fisveiðiheimilda. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég var einmitt að spá í það undir ræðu formannsins hvort þetta væri virkilega flokkur sem hefði verið við stjórn í s.l. 12 ár.  það var ekki að heyra.  Allt það góða sem þeir vilja gera núna. Hvar var það undanfarin ár.  Þvílíkt rugl.  Eigum við virkilega að trúa þessu öllu saman ? Ég bara spyr. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.3.2007 kl. 20:28

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Það getur verið að þetta sé tvískinnigsháttur Framsóknar. Held alls
ekki. Hins vegar velti ég því oft fyrir mér hvort ákvæði í stjórnarskrá
að auðlindir Íslands séu í ÞJÓÐAREIGN standist ESB-réttinn EF (sem ég vona svo sannarlega að verði ALDREI) að Samfylkingunni takist að troða Íslandi inni í Evrópusambandið. Í dag er sjávarútvegur alfarið undanþegin EES-samingum.  - Þannig, hef miklu meiri áhyggjur
af því að EF Ísland gerðist aðili að ESB fái íbúar ESB-ríkja SÖMU
réttindi og Íslendingar að kaupa hlutabréf(meirihluta) í íslenzkum
útgerðarfyrirtækjum, eignuðust þannig kvóta í íslenzkri fiskveiði-
lögsögu, og kæmist þannig inn í okkar landhelgi. Gætu þá alveg
látið togarana veiða kvótann og letu sigla með hann beint erlendis
án viðkomu í íslenzkri höfn, en þannig myndi virðisaukinn hverfa
úr landi. Skv núgildandi lögum er útlendingum óheimilt að eignast
meirihluta í íslenzkri útgerð. Með aðild Íslands að ESB myndi slík
lög falla úr gildi þ.s þau stríða gegn ákvæðum Rómarsáttmálans.
Þetta er míkið vandamál innan ESB og hefur verið kallað
kvótahopp milli ESB-ríkja. Þannig hefur bresk útgerð farið afar
illa út úr sameiginlegri sjávarútvegstefnu ESB og Spanverjar og
Portugalar keypt míkinn kvóta af breskum fiskimiðum.

Þetta hef ég miklar áhyggjur af og hef aldrei heyrt ESB-sinna
útskýra hvernig þeir ætli að koma í veg fyrir slíkt. Þótt kvótinn
sé í höndum ákveðinna útgera í dag eru þær þó ÍSLENZKAR
og ALLUR virðisauki skilar sér í þjóðarbúið.

Já, hef sem sagt ALDREI fengið skýringu á því hvernig ESB-sinnar
ætla að koma í veg fyrir að  útlendingar eignist kvótann á einum af
fengsælustu fiskimiðum heims gerist Ísland aðili að ESB.

Meðan það er óljós finnst mér það mjög ábyrgðalaust   af
stjórnmálaflokki eins og Samfylkingu að tala fyrir aðild að ESB.
Fyrir svo utan alla hina ókostina sem ESB-aðild er fyrir Ísland.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 2.3.2007 kl. 21:13

3 Smámynd: Kristján Pétursson

Kæri Guðmundur. 

Heldur þú virkilega að allur virðisauki af kvóta skili sér í þjóðarbúið.Hvað um tugi miljarða verðbréf fyrir kvóta,sem eru nú falin í nafnlausum skúffufyrirtækjum í  Karabískahafinu.Ég hef enga afstöðu tekið um inngöngu í ESB,en tel rétt að sækja um inngöngu til að vita hvað í boði er.Það eru allir ísl.stjórnmálafl.á móti inngöngu í ESB ef við yrðum að láta af hendi fiskveiðiheimilir innan lögsögunnar.Ég hef hins vegar oft lýst skoðun minni á ísl.krónunni,sem er eins og baramet.Stór hluti af efnahagslegu janfvægi grundvallast af sterkri mynt.Evran þarf ekki endilega að verða fyrir valinu,það eru ýmsir valkostir í þeim efnum.

Rómarsáttmálin er ekki óbreytilegur,ef við förum í samninga með Norðmönnum um fiskveiðiréttindi á okkar stóru og fengsælu hafsvæðum,geta markaðsmál á fiski við ESB ríkin viktað þungt.Hvaðan ætla ESB ríkin að tryggja sínum ríkjum nægjanlegan fisk ef við beinum viðskiptum okkar í ríkari mæli til Asíuríkja og Ameríku.Við eigum sterk vopn í hendi í samningum við ESB.Þeirra floti mun aldrei sigla um ísl.fiskveiðilandhelgi.Hins vegar er ég meira hræddur um frekari eignaraðild útlendinga við ísl.útgerðarfyrirtæki og þannig geti ESB smeygt sér bakdyramegin inn í landhelgi okkar.Ég treysti ekki frjálshyggju þessarar ríkisstjórnar,sem meira og minna grundvallast á endalausri græðgi.

Kristján Pétursson, 2.3.2007 kl. 21:51

4 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Sæll Kristján.

   Við virðumst deila sömu áhyggjunni og sem var grunntónn í mínum
skrifum þegar þú segir ,, Hins vegar er ég meira hræddur um frekari
eignaraðild útlendinga við ísl. útgerðarfyrirtæki og þannig geti ESB
smeygt sér bakdyramegin inn í landhelgi okkar".

   Þú sem SANNUR Íslendingur veit að þú eins og ég hefur velt þessu
fyrir þér og óskað svara og skýringa á því hvernig koma megi í veg
fyrir að útlendingar smeygi sig bakdyramegin inn í okkar fengsælu
fiskimið með eignarhluta í ísl. útgerðum og þar með kvóta þeirra
með inngöngu Íslands í ESB. Eins og þú veist er fátt um svör og
skýringar enda snertir þetta sjálfan grunn Rómarsáttmálans um
jafnan rétt til fjárfestinga á öllum sviðum innan sambandsins.

   En meðan ekki fást skýr og ákveðin svör við þessari mikilvægu
grundvallarspurningu sem sannarlega snertir íslenzka ÞJÓÐHAGS-
MUNI finnst mér út í hött að við bollaleggjum að Ísland gangi í
ESB. Bara ekki að nefna það!  Þar að auki eru svo margir aðrir
ókostir við inngöngu Íslands í ESB sem ég fer ekki nánar út í hér.

   Varðandi erl. mynt þá hugsa ég til þess með hryllingi ef við hefðum
t,d haft evru og þar með FAST gengi í þeirri miklu spennu sem hefur
hér rikt að undanförnu. En það er einmitt vegna FLJÓTANDI gengis
krónunar sem hún hægt en ákveðið AFRUGLAR efnahagskerfið án
verulegra áfalla eða brotlendingar.  Því okkar sjálfstæða króna
tekur eingöngu mið af ÍSLENZKUM aðstæðum en EKKI af þeim
GJÖRÓLIKU aðstæðum sem eru á meginlandinu. - Og einhverra
hluta vegna telja  ESB-ríkin Bretland, Danmörk, Svíþjóð og
Írland sig betur borgið með SÍNA EIGIN MYNT en evru.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 3.3.2007 kl. 13:29

5 Smámynd: Andrea J. Ólafsdóttir

Mig langar að benda Kristjáni Péturssyni (vegna athugasemdar frá honum á annarri síðu) á það að SJS hefur aldrei lýst því yfir að vera hlynntur því sem þú ert að segja þar. Þú eins og svo margir aðrir haf tekið orð hans gjörsamlega úr öllu samhengi þegar hann sagði að vissulega væri það illskárri kostur að virkja í neðri Þjórsá heldur en önnur ósnortin svæði - EN sagðist jafnframt EKKI vera hlynntur því samt sem áður!

Vinsamlegast lestu bara það sem fram fór á þinginu nýlega:

13. febrtúar 2007

Rannsóknir og nýting á auðlindum í jörðu, 1. umr.


utanríkisráðherra (Valgerður Sverrisdóttir) (andsvar):
Hæstv. forseti. Hv. þingmaður fór mikinn eins og hann hefur oft gert áður í umræðu um stóriðjumál. Ég undrast dálítið að hv. þingmaður skuli gera það í þessari umræðu vegna þess að hann og Vinstri grænir hafa meira og minna lýst stuðningi við þær virkjanir sem verið er að tala um að fara í núna í tengslum við þær framkvæmdir sem eru í umræðunni.
Hv. þingmaður sagði í þinginu í fyrra — ég eiginlega dró það upp úr honum, ég vildi fá hann til að segja mér frá einhverjum framkvæmdum og einhverjum virkjanaframkvæmdum sem hann gæti stutt — með leyfi forseta:
„Neðri virkjanirnar í Þjórsá eru mjög hagkvæmar vegna þess að þær nýta alla miðlunina sem fyrir er ofar í Þjórsársvæðinu. Núpavirkjun og síðan Urriðafossvirkjun eru að vísu ekki án umhverfisfórna. Það þarf vissulega að fara vel yfir það, en að breyttu breytanda eru þær mjög eðlilegur virkjunarkostur áður en menn ráðast í ný og óröskuð svæði.“
Að auki segir hv. þingmaður að fullnýta þurfi Nesjavallasvæðið.
Í sambandi við Straumsvík er verið að tala um að fara í þessar virkjanir í neðri Þjórsá. Auk þess er verið að tala um að fara í framkvæmdir á Hengilssvæðinu og Nesjavallasvæðinu. Hv. þingmaður lýsti því yfir að hann teldi það eðlilegt og vinstri grænir í borgarstjórn vildu fara í þær framkvæmdir.
Hvað varðar Bakka við Húsavík þá hefur hv. þingmaður sagt við heimamenn að ef nýta eigi jarðvarmann sé mjög til skoðunar að styðja þær framkvæmdir.
Varðandi Helguvík er verið að tala um (Forseti hringir.) jarðgufu, Hengilssvæði og Nesjavelli sem hv. þingmaður er búinn að lýsa stuðningi við.


Steingrímur J. Sigfússon (andsvar):
Herra forseti. Ég er mjög ánægður með að hæstv. ráðherra vitni í orð mín og sérstaklega ef hún vitnar í þau í heild sinni. Ég man alveg nákvæmlega þessa umræðu og skoðanir mínar hafa ekkert breyst í þeim efnum. Hæstv. ráðherra hefði þá átt að sjá sóma sinn í að bæta því við sem fylgdi í afstöðu minni að það væri að sjálfsögðu þá og því aðeins að við værum sátt við þá ráðstöfun orkunnar sem í hlut ætti og þá er það auðvitað þannig að sumir virkjunarkostir eru betri en aðrir. Það er ekkert launungarmál að ég tel virkjunarkosti í neðri Þjórsá betri en t.d. þá að ráðast inn á, eins og ég sagði, ósnortin svæði eins og Langasjó.
Ég var einmitt að draga upp þessa flokkun og benda á að það væri mikill munur á því hvort menn fullnýta jarðvarmasvæði sem þegar er búið að raska, eins og Kröflu og Nesjavelli, hvort menn virkja í vatnsfalli sem er þegar búið að miðla, sem er þegar búið að taka af sína náttúrulegu rennslishætti. Ég sló nákvæmlega þá fyrirvara sem rétt og skylt er að gera gagnvart hverjum og einum kosti og ég sagði að virkjunarkostir í neðri Þjórsá séu síður en svo án fórna. Það hef ég allan tímann vitað og þekki mætavel af miklu nábýli m.a. við þá.
Hæstv. ráðherra skorar engin mörk með þessu. Þetta er í fullkomnu samræmi við þær áherslur sem við höfum haft. Það er engin þörf á þessum fórnum nú. Við erum algerlega ósammála þeirri ráðstöfun orkunnar sem í hlut á og þar af leiðandi er andstaða okkar algerlega ómenguð við þessar framkvæmdir, fullkomlega.

utanríkisráðherra (Valgerður Sverrisdóttir) (andsvar):
Hæstv. forseti. Ég vil vekja alveg sérstaka athygli á þessu, hv. þingmaður styður í raun þessar framkvæmdir í neðri Þjórsá. Ef hann hefði mætt á fundinn í Árnesi hefði hann ekki fengið að tala þar því aðeins þeir sem voru á móti framkvæmdunum fengu að tala. Hv. þingmaður hefði ekki fengið orðið á þeim fundi.
Hann hefur haft stór orð um að upplýsingar vanti í sambandi við ákveðna virkjunarkosti í rammaáætlun og það er rétt að svo er. Þar erum við að tala um kosti c, sem er ekkert verið að tala um að fara í á næstunni og sennilega aldrei. Við erum að tala um kosti c sem eru t.d. Háuhverir, Brennisteinsfjöll, Reykjadalur, Reykjadalir austari, Jökulsá á Fjöllum, Markarfljótsvirkjun o.s.frv. Frumvarp hæstv. ráðherra gengur út á að aðeins kostir a og b verði til umræðu þar til lokið er við gerð rammaáætlunar.
Þetta er meira og minna sýndarmennska hjá hv. þingmanni þegar hann kemur upp og fer mikinn svo klukkustundum skiptir.

Steingrímur J. Sigfússon (andsvar):
Herra forseti. Ég hélt að ég hefði dregið upp alveg skýra mynd af því hver staða þessa máls er og hvers konar sýndarmennska einmitt málatilbúnaður Framsóknarflokksins og ríkisstjórnarinnar er í þessum efnum, að reyna að tala um einhverja þjóðarsátt þegar ljóst er að öll stóriðjuáformin sem eru í pípunum geta gengið í gegn óháð því sem hér er verið að tala um. Það er bara staðreynd sem hæstv. ráðherrar og hæstv. ráðherra geta ekkert komist hjá.
Svo hæstv. iðnaðar- og viðskiptaráðherra og hæstv. utanríkisráðherra hafi það alveg á hreinu er ég algerlega andvígur því að ráðist verði nú í virkjanirnar í neðri Þjórsá, (Gripið fram í.) algerlega andvígur því þó að … (Utanrrh.: Er það ný skoðun?) Nei, það er sama skoðun og ég hef haft á því máli lengi. Þó að þær virkjanir séu að mínu mati skárri en þær verstu sem hægt er að ráðast í í landinu. Auðvitað er það skárra ef maður reynir að raða þessu upp með svipuðum hætti og rammaáætlun er ætlað að gera. Það er skárra en að eyðileggja Langasjó og fara inn á ósnortið svæði þar. (Gripið fram í.) Það er skárra en að fara í Þjórsárver, það er skárra en að fara í Jökulsá á Fjöllum, Kerlingarfjöll eða Torfajökulssvæðið. Það er vissulega hægt að hugsa sér verri virkjunarkosti og ég var að segja það þarna, að þeir væru betri en sumir aðrir. Það er staðreynd sem ekki verður horft fram hjá að búið er að miðla Þjórsá að verulegu leyti, það stendur reyndar til að gera betur ef Landsvirkjun fær að fara í Þjórsárver.
Þetta stendur ósköp einfaldlega svona og ég hefði með mikilli ánægju talað gegn þessu á fundinum í Árnesi ef ég hefði átt kost á því að vera þar, ég var því miður norður í landi (Utanrrh.: … skipt um skoðun?) en var þar a.m.k. í huganum. Nei, ég hef ekki skipt um skoðun. Ég skal bara fara rækilega yfir þetta með hæstv. ráðherra, þetta er svona. Er ekki hægt að leyfa orðunum að standa eins og þau eru sögð og í því samhengi sem þau eru sögð? Ég var einfaldlega að fjalla um það að virkjunarkostirnir eru misslæmir og þessir eru vissulega ekki þeir verstu, það hef ég aldrei sagt. (Gripið fram í.) Ég hygg að andstaðan á Suðurlandi sé ekki síður við það að fólk sér enga ástæðu til að færa þessar fórnir nú og við núverandi aðstæður í þágu þeirrar ráðstöfunar orkunnar sem ríkisstjórnin ætlast til. Það þýðir ekki endilega að allir séu jafnharðákveðnir (Forseti hringir.) í því að vera á móti þessum virkjunum við hvaða aðstæður sem er. Ég þekki marga slíka.

Andrea J. Ólafsdóttir, 4.3.2007 kl. 16:12

6 Smámynd: Kristján Pétursson

Þakka þér fyrir að birta andsvar Steingíms.Aldrei þessu vant fór ég að hlusta á Framsóknarmenn í þinginu og gerði þau að mínum.Ég bið Steingrím og VG afsökunar á frumhlaupi mínu,maður á ávallt að sraðreyna málsmeðferðina,annars skýtur maður sig í fótinn.Samt var ég nýbúinn að setja karlinn með stækkunarglerið í rammann minn,sem innsigli um vandaða málsmeðferð.

Kær kveðja

Kristján Pétursson, 4.3.2007 kl. 21:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband