Sjálfsvíg af völdum lyfja.Eru ekki öll mannslíf jafn verðmæt?

Öll slys eða sjálfsvíg ættu að vera a.m.k.einu sinni á ári birt opinberlega.Það þykir sjálfsagt að halda nákvæmar skrár yfir öll umferðaslys hér á landi.Það sama ætti að gera reglulega varðandi sjálfsvíg af völdum læknislyfja.Eins og kunnugt er, eru m.a.stórir skammtar af svefnlyfjum  oft notuð við sjálfsvíg.Þá eru einnig vel þekkt fjöldi dauðsfalla af völdum ofnotkunar hinna ýmsu efna,sem koma undir flokkun ávana - og fíkniefna.

Það á ekki að hvíla nein leynd yfir sjálfsvígum af völdum læknislyfja.Það á ekki heldur að leyna því hversu margir læknar fá áminningu árlega fyrir brot á reglum um ávísun lyfja eða missa læknisleyfi tímabundið  eða alfarið af þeim sökum.Þá sé haft strangt eftirlit, hvort  hugsanlega læknar fái greitt með einum eða öðrum hætti  frá lyfjaversunum og heildsölum vegna "viðskiptalegra "samskipta  þeirra í millum.

Yfir öllum þessum málum  hvílir óþarfa leynd,sem skapar bara tortryggni í garð þeirra sem hlut eiga að máli,enginn er fullkominn.Fyrir allmörgum árum upplýsti ég ,að dauðaslys af völdum læknislyfja væru fleiri á ári,en dauðaslys í umferðinni.Taldi ég þá og reyndar enn, engu minni þörf á að kanna orsakir lyfjaslysa en umferðaslysa,í báðum tilvikum er um mannslíf að ræða og þau jafn verðmæt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Ég hef heyrt að ástæðan fyrir því að ekki er rætt um sjálfsvíg sé þú að það er fylgni á milli umræðu og aukninga sjálfsvíga.  Persónulega finnst mér fræðsla og þekking vinna á móti fordómum og til þess fallin að bæta ástandið í stað þess að gera það verra.

Ester Sveinbjarnardóttir, 29.3.2007 kl. 00:26

2 Smámynd: Inga Lára Helgadóttir

Ég er sammála þér, það mætti ræða þetta meira.

En eins og Ester segir hér að ofan, þá sé fylgni milli umræðu og aukningu sjálfsvíga. Reyndar hef ég ekki heyrt það áður, en ég hef lesið að samkvæmt rannsóknum, þá þegar manneskja fremur sjálfsmorð að þá fylgja aðrir í kjölfarið og það er búið að styðja það alveg.

En þarna er auðvitað um mannslíf að ræða og kannski mætti spurja af því af hverju megi opinberlega greina frá þeim sem eru að stunda handrukkarastörf eða dópsalar, af hverju má nafngreina þá en ekki þessa "fínu" og "ríku" menn sem eru læknar ? er það því að þeir tilheyra ákveðinni stétt ? eru þeir eitthvað æðri öðrum einstaklingum samfélagsins ? 

Inga Lára Helgadóttir, 30.3.2007 kl. 13:50

3 Smámynd: Kristján Pétursson

Ég tel ólíklegt,að umræða um þessi mál skapi aukna fylgni sjálfsvíga.Það hafa engar rannsóknir farið fram á þessum vettvangi.Það virðist hafa verið reynt að svæfa allar umræður með þessum rökum.Í marga áratugi hafa allir vitað að ákveðin lyf væru notuð til sjálfsvíga.Ég helda að best sé fyrir alla viðkomandi aðila að þessi mála fái faglega umræðu,það á ekki að vera neinn feluleikur um fjölda sjálfsvíga eða tilraunir manna að svifta sig lífi.Það á náttúrlega að reyna að rannsaka orsakir þessa hömulegu atburða og m.a.kanna hvort heilbrigðiskerfrið geti endurskoðað umfang og meðferð lyfjanotkunar í landinu.Hér á landi er notkun ein sú mesta í Evrópu  m.a.á svefn - og róandi lyfjum og allskonar geð - og þunglindislyfjum.Ég ætla ekki aðfara ða kenna neinum sérstökum aðilum um hvernig ástatt er í þessum efnum,en þau þarf vissulega að rannsaka betur en nú er gert og umfram allt hætta þessum feluleik. 

Kristján Pétursson, 30.3.2007 kl. 16:09

4 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Umræða um lyf og lyfjanotkum hér á landi hefur því miður sjaldan verið á háu

plani.Hún gengur oft útá það, að ofnotkun og/eða misnotkun lyfja sé ávallt einhverjum öðrum um að kenna en þeim, sem ranglega nota lyfin. Þannig komu fyllibyttur og alkar óorði á lyf, sem gátu hjálpað þeim með því að nota þau á rangan hátt. Þetta er svipað og hraðafíkill, sem valdið hefur slysi með

ólöglegum hraðakstri, kenni bílaumboðinu um eða jafnvel framleiðandanum.

það þykir góð latína að kenna læknum og/eða starfsfólki lyfjabúða, ef slys verða vegna vitlausrar notkunar lyfja . Sjálfsagt er að rannsaka þau mál, þar sem grunur liggur fyrir um mistök hjá heilbrigðisstéttum, þær hafa ekkert á móti því. Hins vegar getur verið erfitt að gera slíkt fyrir opnum tjöldum, því að læknar og aðrar stéttir, sem koma að þessum málum eru bundnar trúnaði við skjólstæðinga sína, sjúklingana og geta því ekki borið þau á torg.

Með kveðju, KPG.

Kristján P. Gudmundsson, 30.3.2007 kl. 23:20

5 identicon

Það er ekki skoðun mín,að ætla að persónugera lækna og notendur lyfja við svona úttekt.Heldur rannsaka hvaða ástæður liggja til grundvallar hinni miklu notkun Isl.á þessum lyfjaflokkum og jafnframt af hverju sumir læknar í hliðstæðum störfum eru stórtækari en aðrir í ávísun á þessi lyf,sem mörg hver eru ávanabindandi.Slík úttekt þarf ekki að brjóta neinar reglur varðandi trúnað lækna við sína skjólstæðinga,hún eru að mestu til á ópersónulegu tölvutæku formi,en að sjálfsögðu yrði farið að reglum persónunefndar um opinbera birtingu svona efnis.

Kristján Pétursson (IP-tala skráð) 31.3.2007 kl. 16:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband