Golfvöllurinn,gæsirnar og hundurinn.

Ég var ásamt félögum á golfvellinum í Garðabæ.Á vellinum voru margir hópar af gæsum víðsvegar um völlinn eins og venjulega .Það hefur alltaf verið mikill ágangur af gæsum á þessum velli við litla hrifningu golfaranna,þær fara illa með gróður á  fínslegnum brautum og flötum yfir sumartímann.Þær skilja eftir sig mikinn skít,það er ótrúlegt magn,sem hver gæs lætur eftir sig.Reynt hefur verið að fæla þær í burtu með hvellháum púðurskotum,en þær skildu strax að þeim var enginn hætta búin af þeim og færðu sig bara milli brauta.Mér þykir vænt um alla fugla nema veiðibjöllur,sem tína upp litlu mófuglaungana á golfbrautunum okkar.Þetta hefur mikið ágerst síðan þær áttu ekki greiðan aðgang að fiskúrgangi.

Í dag barst okkur góður liðsauki.Skyndilega birtist með ógnarhraða einhver stór mjósleginn hundur og fór að reka gæsahópana af vellinum.Önnur eins tilþrif mun manni seint úr mynni liða.Hundurinn var einn á ferð,mjög skipulagður í sinni eftirför með gæsunum.Hann tók hvern hóp fyrir sig og hætti ekki fyrr,en hann hafði hrakið þær allar burt af vellinum.Hundurinn sýndi ótrúlega þoinmæði,því gæsirnar flugu sífellt á milli brauta og ætluðu sýnilega að halda sínum hlut á vellinum.Úthaldið og hraðinn á þessum hundi  var með ólíkindum,eltingaleikurinn við gæsirnar stóð yfir í um 20 mínútur.Hundurinn var í orðsins fyllstu merkingu þindarlaus,hann slakaði aldrei á.Við reyndum að stöðva hundinn,heldum að hann myndi hreinlega sprengja sig,en hann virti okkur ekki viðlits.Þessi stórkostlegi hlaupagarpur,fór með sama hraða út af vellinum eins og hann kom.Engin gæs kom á völlinn,sem eftir lifði dags.Við hefðum svo sannarleg áhuga á að ráða hundinn til gæsagæslu á vellinum,en við vitum ekki hver á hann.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Áhugavert.   Gæsavandamálið er mikið einnig í Grafarholtinu og hafa aðgerðir gegn því ekki borið mikinn árangur hingað til.    Við GR-ingar þyrftum að komast yfir svona voffa. 

Veistu e-ð nánar um hann annars?

Sigurður J. (IP-tala skráð) 4.4.2007 kl. 16:37

2 Smámynd: Björn Heiðdal

Ég stóð alltaf í þeirri meiningu að skítur væri góður fyrir gróður og gæsirnar væru launaðir starfsmenn vallarins.  Sæju um viðhald og slátt.

Björn Heiðdal, 5.4.2007 kl. 16:14

3 Smámynd: halkatla

vá! æðislegur voffi og dularfullur!

halkatla, 11.4.2007 kl. 14:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband