Kraftmikill og glæsilegur landsfundur Samfylkingar.

Það ríkti mikil bjartsýni 1500 flokksfulltrúa á Landsfundi Samfylkingarinnar í Egilshöll í dag.Ræða formannsins Ingibjörgu Sólrúnar var vel grundvölluð og hún skilgreindi einkar vel markverðustu þætti ísl.stjórnmála.Það er gaman og áhugavert að hlusta á hana,orðaval hnitmiðað,skýrt og afdráttarlaust.Það beinlínis geislaði af henni,formaðurinn okkar sýndi þá stjórnmálahæfileika,sem við jafnaðarmenn erum stoltir af.Hún lét ekki slæmar kosnignaspár slá sig út af laginu,hennar leið að markinu er skýr og við munum öll fylkja okkur þétt að baki hennar.

Andstæðingar Samfylkingarinnar hafa gagnrýnt hana fyrir óskýr stefnumarkmið.Það sem rétt er í þeim efnum er ,að betur hefði mátt standa að koma markmiðum flokksins til kjósenda.Nú er búið að bæta vel úr þessu,þar sem sérstök fræðslurit hafa verið gefin út um öll veigamestu þjóðmálin frá náttúru - og umhverfismálum ( Fagra Ísland ),aðgerðaáætlunum í málefnum barna (Unga Island )og fjölskyldan, nýtt jafnvægi í efnahagsmálum,kynjajafnrétti,kvenfrelsi,mannréttindi í verki.Þá er heilbrigðisþjónustunni gerð góð skil og endurreisn velferðarkerfisins.menntun og menning.Nú finnur maður strauma okkar jafnaðarmanna fara um landið,þjóðin er búin að fá meira en nóg af óstjórn og auðhyggju íhalds og Framsóknar.Þjóðin má ekki bregða fæti fyrir svo eindregna hugsjónastefnu Samfylkingarinnar,sem fyrst og síðast grundvallast á jafnrétti og bræðralagi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ágúst Dalkvist

Gangi ykkur allt í haginn á landsfundi ykkar um helgina

Ágúst Dalkvist, 13.4.2007 kl. 22:48

2 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

nú er gaman +22,3%

Edda Agnarsdóttir, 15.4.2007 kl. 14:31

3 Smámynd: Kristján Pétursson

Frábær landsfundur,gott skipulag og góð stemming.Þakka þér Edda að birta textann.Nú er sóknin hafin fyrir alvöru og nú verður hver og einn að beita sér.

Dálítið sérkennilegt,að íhaldið skuli ítrekað hækka þegar VG lækka flugið.Kjósendur virðast vera á einhverju flakki þarna á milli, vinstri hægri,hægri vinstri.Tæp 60% tóku þátt í þessari könnun,sem voru aðeins 800 manns,tæpast marktækt,en gladdi mann samt.

Kristján Pétursson, 15.4.2007 kl. 16:37

4 Smámynd: Inga Lára Helgadóttir

gott að gekk vel

Inga Lára Helgadóttir, 15.4.2007 kl. 19:36

5 Smámynd: halkatla

já ég óska ykkur alls hins besta

halkatla, 16.4.2007 kl. 22:25

6 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Til hamingju með flottan landsfund.  Ræða Inibjargar Sólrúnar var ekki nógu afgerandi málefnalega þó hún hefði góða punkta.  Hún litaðist af "litla systkinið togar í það stóra" heilkenninu með óheppilegum samanburði við Sjálfstæðisflokkinn.   Rökin, kjósið okkur af því að við þurfum að vera stór, duga ekki og gera málflutninginn bara neyðarlegan.  Þá velti ég einnig fyrir mér hvers vegna Samfylkingarfólk kallar sig "jafnaðarmenn".  Ég var að skrifa blogg um þá spurningu.   Bestu kveðjur - SS

Svanur Sigurbjörnsson, 18.4.2007 kl. 00:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband