Falli ríkisstjórnin,hlýtur stærsti stjórnarandstöðufl.að fá umboð til stjórnarmyndunar.
10.5.2007 | 18:22
Samfylkingin á raunhæfa möguleika að fá umboð forseta Íslands til stjórnarmyndunar falli ríkisstjórnin.Þjóðin hefur þá kveðið upp sinn dóm og hafnað núverandi stjórnarflokkum.Á s.l.vetri var eins og kunnugt er gert samkomulag milli Samfylkingarinnar,VG og Frjálslyndra ,að fengu þeir meirihluta í kosningunum myndu þeir fyrst reyna stjónarmyndun.Það væri því eðlilegt,að forsetinn gæfi Samfylkingunni tækifæri á slíkri stjórnarmyndun.
Það er löngu tímabært,að Sjálfstæðisfl.fái hvíld frá stjórnarmyndun eftir samfelld 16. ár í ríkisstjórn og lengstan hluta s.l.aldar.Það er hollt fyrir lýðræðið,að breyta um stefnumál og hugsjónir í atvinnu - efnahags - félags -heilbrigðis og menntamálum.Það er komin ákveðin þreyta og framkvæmdaleysi í þessa ríkisstjórn.Nú þurfum við flokka sem standa m.a. vörð um lýðræðið,janfréttis - og umhverfismál og sýna sjálfstæði og ábyrgð á alþjóðavettvangi.
Hvert atkvæði,sem Samfylkingin fær, færir hún okkur nær því , að fá umboð til stjórnarmyndunar eftir kosningar og fá þannig möguleika í stjórnarsáttmála við aðra flokka að koma okkar veigamestu málum á framfæri s.s.velferðarmálin o.fl.Jafnaðarmenn um land allt klárum dæmið , við erum komin í innsiglinguna , það eru bara sárafá áratök í lendingu.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:19 | Facebook
Athugasemdir
Þú verður nú að fara að merkja þetta blogg hjá þér "bannað börnum" ef þú ætlar að koma með svona hryllingssögur rétt fyrir svefninn
Ágúst Dalkvist, 10.5.2007 kl. 22:34
Þó þú sér ungur að árum Ágúst,þá eru ekkert barn lengur.Ég veit,að Sjálstæðisfl.langar að fá okkur í samstarf eftir að flokkarnir eru orðnir nær jafnstór.Fyrir nokkrum vikum fékk Samfylkingin rúm 18% í skoðanakönnum,en Sjálfstæðisfl 42%.Nú er raunfylgi Sjáfstæðisfl.um 32%,en Sf.30%.Maður fékk stöðugt að heyra frá ykkur íhaldsmönnum mánuðum saman,að ISG væri óhæfur leiðtogi og henni funndið allt til foráttu.Er ekki kominn tími til,að þið skoðið ykkar eigin form.þar hlýtur mikið að vera að.Ég samhryggis þér persónulega,þetta hlýtur að reyna mikið á þig.
Kristján Pétursson, 10.5.2007 kl. 22:59
Er ekki venja að sá flokkur sem vinnu stærsta sigurinn myndar stjórn ef núverandi stjórn félli?
Annars gæti það oðrðið öðruvísi núna. Forsetinn er svo hugmyndaríkur og frumlegur í starfi. Líklega myndar hann stjórnina aleinn og sjálfur. Með kveðju
Sigríður Laufey Einarsdóttir, 11.5.2007 kl. 17:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.