Geir þorði ekki að rugga skútunni,aðeins ein breyting á ráðherralista flokksins.

Aðeins ein kona á ráðherralista Sjálfstæðisfl.Þorgerður Katrín Gunnarsd.Sturla lætur af ráðherraembætti,samgöngumálaráðhr.og Guðlaugur Þór kemur inn sem heilbrigðismálaráhr.Satt best að segja átti maður von á frekari breytingum. Geir hafði úr að velja hæfileikaríku,velmenntuðu fólki,sem hefði svo sannarlega sett nýjan og ferskan blæ á ríkisstjórnina og jafnframt skapað jöfnun kynjanna innan ríkisstjórarinnar.Þetta virkar á mig,að Samfylkingin verður að draga plóginn.

Ég er mjög ánægður með ráðherraval Samfylkingarinnar.Ingibjörg mun standa sig vel sem Utanríkisráðhr.eins og allt annað ,sem hún tekur sér fyrir hendur.Össur er fjölhæfur og dugmikill og mun skila  góðu starfi sem Iðnaðarmálaráðhr.Kristján Möller er forkur duglegur og fylginn sér og fékk Samgöngumálaráðurneytið og hentar  afar vel í það embætti.Jóhanna Sigurðardóttir á hreinlega heima í Félagsmálaráðuneytini,hún þekkir þar alla innviði ,er afburða dugleg, hefur ávallt jafnræði og réttlæti að leiðarljósi.Björgvin er ungur og fylginn sér og ætti að  skila góðum árangri sem Viðskiparáðherra.Þórunn Sveinbjarnard.þekkir afar vel til umhverfismála,er dugmikil og víðsýn kona.Þrjár konur og þrír karlar,fullkomið jafnræði kynjanna,glæsilegt hjá Samfylkingunni.

Nú bíður maður bara eftir stjórnarsáttmálanum á morgun.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Algjörlega sammála þér. Ég var ekki bara hissa á Geir heldur sorgmædd yfir því að nýta ekki tækifæri með Samfylkinguna við hlið sér og taka eina konu inn í viðbót.

Edda Agnarsdóttir, 22.5.2007 kl. 23:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband