Umhverfisráðhr.Þórunn Sveinbjarnard.vill að hvalveiðum sé hætt.Raunhæft mat á aðstæðum.

Umhverfisráðhr.er ákveðin og greind kona,sem ætlar ekki að stíga ölduna með þeim sem vilja viðhalda hvaladrápi.Við höfum á  undanförnum árum verið að byggja upp framtíðarstefnu um hvalaskoðun við Íslandsstrendur.Þessi atvinnustarfsemi við ferðamenn hefur gengið afar vel og það væri afar óskynsamlegt ef nokkrum hvalveiðisinnum væri áfram heimilaðar hvalveiðar.

Þjóðin hefur verulegar tekjur af hvalaskoðun og fjöldi manna er sköpuð atvinna í kringum þessa starfsemi og eru þá ótaldar tekjur flugfélaga af þúsundum farþega, sem hingað koma í þessum tilgangi.Ég vona að ríkisstjórnin beri gæfu til að vera samstíga í þessum málum,þó svo að sjávarútvegsráðhr.sé ennþá ráðviltur,verða aðrir að vísa honum veginn frá hvaladrápi.

Það  er oft  ekki nóg að hafa heimildir,heldur hvernig þær nýtast okkur best á alþjóðlegum vettvangi.Afdráttarlaust bann á hvalveiðum um óákveðinn tíma eiga að vera þau skilaboð sem ríkisstjórnin sendir til þjóða heims. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Þórunn er eldklár og þetta eru nákvæmlega rökin sem ég get skrifað undir.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 12.6.2007 kl. 21:54

2 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Alveg óskyljanlegt hvað Sjávarútvegsráðherra hefur verið blautur á bak við eyrun þegar hann samþykkti hvalveiðar á ný... Það hefur eftil vill spilað inní ákvörðun hans að Kristján Loftsson er sjálfstæðismaður. Ég kvitta fyrir Þórunni!

Guðrún Magnea Helgadóttir, 13.6.2007 kl. 16:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband