Fimmtán ár eru liðin síðan rússneskar hervélar komu að Íslandsströndum.Þeim var þá ávallt mætt að bandarískum herþotum,þannig gekk það fyrir sig öll kaldastríðs árin.Þetta eru slæmnar fréttir og getur boðað breytt ástand rússneskra stjórnvalda gagnvart NATO ríkjum.Við þessu mátti reyndar búast þegar Bandaríkjamenn fyrir nokkru síðan tilkynntu aukin umsvif á staðsetningu flugskeyta í fyrrverandi ríkjum Varsjárbandalagsins vegna óvinveittra ríkja í miðausturlöndum.
Okkur stafar veruleg hætta af þessu flugi,þar sem rússnesku sprengjuflugvélarnar tilkynna ekki flugið inn á Norður - Atlandshafs flugstjórnarsvæðið,sem Radsjárstofnun hefur eftirlit með.Ríkisstjórnin verður að mótmæla harðlega þessu flugi.Það er erfitt að spá í hvaða ástæður kunna að liggja til grundvallar þessu flugi.Er hún kannski táknræn af hendi stjórnvalda í Rússlandi að sýna herstyrk sinn vegna aðgerða Bandaríkjamanna í miðausturlöndum og víðar.
Nú ættu hernaðarandstæðingar að mótmæla þessu flugi við rússneska sendiráðið til að vera sjálfum sér samkvæmir.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:47 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.