Krónan þarf að vera 80 - 100 kr.pr.dollar - áður en við förum inn í ESB.

Í Kastljósi í kvöld skýrði Þorvaldur Gylfason prófessor frá því ,að gengi ísl krónunnar nú væri skráð alltof hátt ,þyrfti að vera 80 - 100 kr.pr.dollara.Hann taldi að Ísl. ættu að aðgæta vel að fara ekki inn  í ESB með ranglega skráð gengi,það gæti haft alvarlegar afleiðingar.Hann sagði líka að ríkisdæmi Íslendinga almennt væri ranglega metið út frá  hinu sterka gengi krónunnar.

Sjálfsagt bregður þúsundum Íslendinga við ,sem hafa tekið svonefnd myntkörfulán í gegnum bankana undanfarið.Það vekur furðu manns,að ekki skulu liggja fyrir neinar hagsýslutölur frá fjármálastofnunum og fyrirtækjum  um áætlaða stöðu krónunnar .Vitanlega er það breytilegt eftir fjárhagslegum aðstæðum  við aðal viðskiptalönd okkar,en eitthvert áætlað meðaltal þarf að vera til staðar,svo einstaklingar og fyrirtæki geti hagrætt sýnum viðskiptum og rekstri í samræmi við stöðu gjaldmiðils okkar. Þá ætti ríkisstjórnin ,Seðlabankinn og aðilar vinnumarkaðarins að taka þessum málum föstum tökum,þar sem verðlag í landinu grundvallast eins og kunnugt er að stórum hluta á gengi krónunnar á hverjum tíma.Hið fljótandi verðbréfagengi krónunnar ræður hennar för að stórum hluta,litli Seðlabankinn okkar er nánast bara nafnið eitt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband