Hvað get ég gert fyrir afa,hann er alltaf fullur.

Mér datt í hug að segja ykkur eftirfarandi sögu,þegar ég var að hlusta á sjónvarpsstöðina Omega,þar sem fyrrverandi áfengissjúklingar og fíkniefnaneytendur voru að segja frá lífsreynslu sinni

Ég þekki persónulega til þessa máls,sem ég ætla að skýra ykkur frá.Þannig eru mál með vexti,að ungur drengur ,  sem misst hafði móður sína sjö ára gamall og faðir hans fór til Bandaríkjanna  og hafði engin afskipti af syni sínum.Strákurinn fór þá til afa síns,sem var ekkjumaður og bjó í lítilli íbúð.Hann hafði frá því hann var ungur maður verið mikill óreglumaður.Þá voru engin meðferðarúrræði fyrir áfengissjúklinga nema Stórstúka Íslands.Ég ásamt mörgum öðrum reyndum að fá afa hans til að hætta að drekka,en ekkert gekk.Hann var afar þrjóskur,en var góður við drenginn og milli þeirra ríkti vinsemd og kæreikur.

Þegar strákurinn var tíu ára gamall,sagði hann mér frá fyllibittu,sem hefði hætt að drekka eftir að hann fór að vera á samkomum hjá Hvítasunnusöfnuðinum.Nú vildi hann reyna að koma afa sínum á svona samkomu og bað mig að hjálpa sér.Þegar við léðum máls á þessu við karlinn,harðaneitaði hann í fyrstu og kvaðst ekki þurfa að skola brennivíninu niður með einhverju guðsorði.Hann var all drukkinn þegar við ræddum við hann.Ég sagði honum, að á samkomunni væri fallegur og skemmtilegur söngur,sem væri gaman að hlusta á,en afinn var söngmaður góður og hafði yndi af músik.Eftir nokkurt þref fórum við á samkomuna og sátum aftarlega í kirkjunni.Afinn fór að brosa þegar hann heyrði sönginn og hóf upp sína dimmu bassarödd svo undirtók í salnum.Það fór ekki fram hjá neinum að ný rödd var kominn í salinn.Það er skemmst frá því að segja,að í lok samkomunnar, var afi  strax hrókur alls fagnaðar.Hann fór með hendina í rassvasann og ætlaði að ná í silfirlitaða pelann sinn,sem við höfðum tekið frá honum

án þess að hann yrði þess var.Þið megið ekki hafa rangt við í kirkjunni,sagði hann hlæjandi og faðmaði strákinn að sér.

Þarna hófst fyrsta fagnaðarganga  afa.Hann spurði ekki eftir silfurpelanum sínum oftar.Nú fór afi   á hverja samkomu og strákurinn oft með honum.Tveimur árum seinna var afi allur,hann fékk krabbamein.Æfin hans afa var dæmigerð fyrir áfengissýkina,en kærleikurinn var alltaf til staðar þegar drengurinn átti hlut að máli.Við meigum ekki játa trúna með vörunum einum saman,við verðum af einlægni að hleypa Guði inn til okkar,þá er svo auðvelt að umbera okkur,sagði gamla góða fyllibittan við mig sömmu áður en hann lést.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband