Vinnuþrælkun á börnum er mjög tíð í fjölmennustu ríkjum heims Kína og Indlandi,ennfremur í Bangladesh og rómversku Ameríku.Kannanir sem gerðar hafa verið í þessum efnum á vegum barnahjálpar SÞ.og ýmissa annara samtaka,sem láta sig varða þessi veigamiklu málefni sýna,að vinnuþrælkun barna hefur aukist síðari ár m.a.vegna mikilla fjárfestinga Bandaríkjamanna og V-Evrópuríkja o.fl.iðnríkja í þessum löndum.Vinnuaðstaða þessa barna er víðast hvar afar slæm og ómannleg.
Ástæðan er öllum augljós,ódýr vinnukraftur, meiri arður.Auðhyggjan og græðgin er alls staðar undirrót barnaþrælkunar.Ódýrari vara er uppskeran á kosnaðað ungu barnanna,sem þræla um 12-14 klst.á dag fyrir 2 - 3 dollara laun á viku.Nú eru Íslendingar farnir að flytja frosinn fisk í stórum stíl til pökkunar í neysluumbúðir í Kína fyrir Evrópumarkað og víðar..Hvað skyldum við borga fyrir vinnuna þarna? Erum við orðnir þátttakendur á heimsmarkaði í barnaþrælkun? Fróðlegt væri að vita hvaða laun börnin í Kína fá fyrir pökkun á fiskinum okkar.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.