Verður gerð líkamsleit hjá brottfararfarþegum á Keflavíkurflugv.?
16.9.2007 | 20:34
Í dag hófst líkamsleit á brottfararfarþegum á Kastrupflugvelli,sem sagðar eru grundvallaðar á alþjólegum reglum.Hingað til hefur skönnun verið látin nægja,en hertar öryggisaðgerðir leiða nú til líkamsleitar.Hér er um að ræða aðgerðir,sem lengi hafa verið umdeildar, t.d.hefur tollgæslan hér á landi lagalegar heimildir til líkamsleitar í lokuðu rými hjá komufarþegum til landsins.Slíkar heimildir eru aðalega nýttar til leitar á farþegum,sem grunaðir eru um fíkniefnamisferli.Almennar handleitir á brottfararfarþegum eru afar tafsamar og þurfa að vera vel skilgreindar í lögum.Neiti t.d.farþegi handleit ,á þá að neita honum um brottför og frekari viðurlögum beitt t.d.sektum? Þarf að fá dómsúrskurð til leitar eða meiga öryggisverðir beita valdi við framkvæmdina? Á leitin að fara fram í lokuðu rými?Það er fjölmargt sem þarf að skoða vandlega áður en farið er í slíðar aðgerðir.
Ég hef ekki kynnt mér alþjóðlegar öryggisreglur á þessum vettvangi né á hvaða lagaheimildum þær eru grundvallaðar.Fróðlegt verður að sjá hvort Íslendingar taki upp starfhætti Dana í þessum efnum og hvort koma þurfi til einhverra lagabreytinga hér við slíkar verklagsbreytingar.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.