Sammála lögreglustj.í Reykjavík,að skemmtistöðum í miðborginni verði lokað kl.tvö.
18.9.2007 | 22:22
Fyrir nokkru síðan bloggaði ég um vandamál miðborgar Reykjavíkur og lagði til að skemmtistöðum yrði þar lokað kl.2 -3.Svonefndum næturklúbbum,sem hafa opið næturlangt yrði fundinn staður utan miðborgarinnar.Önnur bæjarfélög umhverfis borgina,sem daglega er kallað Stór- Reykjavíkursvæðið virðast láta sér fátt um finnast um áfengis - og fíkniefnaneyslu sinna ungmenna í miðborginni.Er ekki löngu tímabært að viðkomandi bæjarfélög , sem eru samtals með íbúafjölda yfir 70 þúsund manns axli ábyrgð með höfuðborginni að koma upp skemmtistöðum innan sinna bæjarfélaga,sem höfði til ungmenna o.fl.Það ætti að geta leitt til fækkunar fólks í miðborginni.
Sé litið almennt til stórborga í Evrópu eru næturklúbbar oftast staðsettir í göngufæri frá veitingahúsum miðborga.Því miður hafa viðkomandi borgar - og lögregluyfirvöld í Reykjavík ekki haft neitt nothæft skipulag í þessum málum.Miðborg Reykjavíkur hefur í áratugi verið um helgar bæli fyrir fyllibyttur og fíkniefnaneytendur.Skortur á salernum veldur m.a. því að fólk mígur og skítur út um allt, götur og gangstéttir eru þakktar hvers konar rusli og glerbrotum.
Stefán Eiríksson,lögreglustj.á þakkir skilið fyrir að reyna að ráða bót á þessum stóra vanda miðborgarinnar.Vonandi lætur borgarstjórinn sig málið varða líka.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.