Sammála lögreglustj.í Reykjavík,ađ skemmtistöđum í miđborginni verđi lokađ kl.tvö.

Fyrir nokkru síđan bloggađi ég um vandamál miđborgar Reykjavíkur og lagđi til ađ skemmtistöđum yrđi ţar  lokađ kl.2 -3.Svonefndum nćturklúbbum,sem hafa opiđ nćturlangt yrđi fundinn stađur utan miđborgarinnar.Önnur bćjarfélög umhverfis borgina,sem daglega er kallađ Stór- Reykjavíkursvćđiđ  virđast láta sér fátt um finnast um áfengis - og fíkniefnaneyslu sinna ungmenna í miđborginni.Er ekki löngu tímabćrt ađ viđkomandi bćjarfélög , sem eru samtals međ íbúafjölda yfir 70 ţúsund manns axli ábyrgđ međ höfuđborginni ađ koma upp skemmtistöđum innan sinna bćjarfélaga,sem höfđi til ungmenna o.fl.Ţađ ćtti ađ geta leitt til fćkkunar fólks í miđborginni. 

Sé litiđ almennt til stórborga í Evrópu eru nćturklúbbar oftast stađsettir í göngufćri frá veitingahúsum miđborga.Ţví miđur hafa viđkomandi borgar -  og lögregluyfirvöld í Reykjavík ekki haft neitt nothćft skipulag í ţessum málum.Miđborg Reykjavíkur hefur í áratugi veriđ um helgar  bćli fyrir fyllibyttur og fíkniefnaneytendur.Skortur á salernum veldur m.a. ţví ađ fólk mígur og skítur út um allt, götur  og gangstéttir eru ţakktar hvers konar rusli og glerbrotum.

Stefán Eiríksson,lögreglustj.á ţakkir skiliđ fyrir ađ reyna ađ ráđa bót á ţessum stóra vanda miđborgarinnar.Vonandi lćtur borgarstjórinn sig máliđ varđa líka. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband