Það er í reynd skandall,að ekki skuli ennþá vera hægt að greina DNA lífsýni hérlendis.Þau eru send til Noregs,sem veldur mikilli töf rannsóknaraðila að fá niðurstöður.Þá höfum við ekki heldur hérlendis löggiltan rithandarsérfræðing og leitum aðalega til Svíþjóðar til að fá úrlausnir í þeim efnum.
Þetta er náttúrlega ekki sæmandi,að embætti ríkislögreglustjóra skuli ekki hafa hérlendis aðgang að slíkri rannsóknarstofu til að annast þessi verk.Sveinn Andri Sveinsson,hrl.telur að sá langi tími,sem tekur að fá niðurstöður á rannsóknum DNA lífsýna,sé brot á réttindum sakborninga.Þá er þetta ekki síður mjög slæmt fyrir rannsóknarlögr.og brotaþola að búa við þetta ástand.
Þegar um þessi mál er fjallað,er borið við af ríkislögreglustjóra embættinu miklum kosnaði við að koma upp rannsóknarstofu á slíkum lífsínum og verkefni séu ekki næg til að það borgi sig. Þokkalega stöndug þjóð eins og Íslendingar hljóta að geta rekið svona rannsóknarstofu og átt sérhæfa rithandarsérfræðinga.Viðkomandi yfirvöld verða að skoða vandlega og vera ábyrg gangvart réttindum sakborninga og brotaþola í þessum efnum.Lögreglan á ekki heldur að þurfa að búa við svona ástand.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.