Morð skipulögð á nemendum í Þýskalandi og Noregi - Hvað um aðgerðir hér heima.

Í fréttum var skýrt frá fyrirhuguðum morðum og særa ætti nemendur í Köln í Þýskalandi.Tveir nemendur komu þar við sögu.Annar er  nú í fangelsi,en hinn svifti sig lífi með þeim hætti að kasta sér fyrir lest.Upplýsingar frá nemanda í skólanum leiddi til uppljóstrunar á þessu máli,en til stóð að framkvæma verknaðinn á morgun.

Hitt málið,sem vakti grunsemdir um að voðaverk stæði til í skólanum Askoy við Björgvin.Þar ætti hlut að máli einn nemandi,sem hefði gert sig grunsamlegan á netinu.

Stutt er síðan hinn sorglegi atburður skeði ,er  nokkrir nemdur voru skotnir til bana í Tuusula í Finnlandi.Þar átti hlut að máli nemandi í skólanum,sem svifti sig lífi eftir verknaðinn. 

Svona atburðir hafa átt sér stað  eins og kunnugt er í í nokkrum skólum í Bandaríkjnunum.Evrópubúar hafa að mestu verið lausir við svona atburði,en nú virðist þessi vá vera kominn þangað.Við Íslendingar verðum að taka þessi mál alvarlega,engin þjóð getur fyrirfram verið örugg um,að svona eða hliðstæðir atburðir geti  ekki gerst hér.Því ættum við Íslendingar að kynna okkur vel viðbrögð  og öryggisaðgerðir annara þjóða á þessum vettvangi.Ljóst er þó að kennarar, nemendur skóla og foreldrar verða að taka höndum saman.Mest um vert er, að hver nemandi sé meðvitaður um öruggar boðleiðir til að koma upplýsingum til skila,svo hann sjálfur beri ekki tjón af t.d.til kennara og að sjálfsögðu til foreldra sinna,sem myndu tilkynna lögreglunni.Haldi einhver að um gabb sé að ræða,ber einnig að meðhöndla það með ábyrgum hætti.Mest um vert er þó,að skapa ekki ótta meðal nemenda eða  að óvandaðir unglingar séu með gabb.Á því verður að taka af mikilli festu og ábyrgð af skólayfirvöldum og foreldrum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband