Tryggingarstofnun rukkar inn ofreiknaðar tryggingabætur - Laun öryrkja lækka - Þjóðarskömm.

Fólk með um 90.þúsund kr.laun með tryggingabótum er nú rukkað um tugi og hundruð þúsunda af Tryggingastofnun fyrir ofreiknaðar tryggingabætur fyrir mislöng tímabil.Það er þjóðarskömm af þessu framkvæmdamáta  að fólki sé ætlað að lifa af þessum smánartekjum samk.einhverjum stöðluðum útreikningum Tryggingarstofnunar.Er ekki kominn tími til að spyrna við fótum áður en allt er komið í óefni.Það hýtur að vera alvarleg bilun í sálargangverki þeirra sem bera ábyrgð á þessu.Það setur að manni þunglyndi að horfa upp á svona miskunarlausa stjórnsýslu.

Einnig  er verið á sama tíma  að lækka laun öryrkja vegna fjárskort í lífeyrissjóði.Félagsmálaráðherra segist ekkert geta í málum þeirra gert,nema bjóða þeim 100.milj.kr.úr ríkissjóði,en öryrja skortir á þriðja hundað mikj.kr.til að endar nái saman.Er ekki verið að ganga frá fjárlögum á þingi þessa dagana og því hæg heimatökin að lægfæra laun öryrkja.

Það er eins og það sé höfuðlaus stjórn án nokkurs vegvísis,sem fer með þessi mál.Þessi sjálfslýgi stjórnmálamanna er eins og illkynjað mein,sem ekki er hægt að lækna.Þeir kunna helldur ekki að skammast sín.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband