Freyja Haraldsdóttir fékk verðskulduð Hvatningarverðlaun Öryrkjabandalagsins.

Það er á engan hallað,að Freyja hafi fyllilega verðskuldað þessi verðlaun.Þessi fatlaða stúlka er einstök hetja og fyirmynd okkar allra.Hún sannar að fatlaðir hafa áhuga,vilja og getu að gera svo marga áhugaverða hluti fyrir samfélagið.Þeir skipta því miklu máli fyrir þjóðfélagið engu minna en þeir sem heilbrigðir eru.

Freyja sagði er hún hlaut verðlaunin,að þau væru heiður og hvatning fyrir hana.Jafnframt benti hún á að auðvitað gæti maður alltaf gert betur og lært meira.Þessi verðlaun gæðir tilveruna meiri litadýrð og gleði,sagði hún .Við erum ekki bara einhverjir þjónustuþegar,sem sitja á hliðarlínunni og horfa á lífið þjóta framhjá.Við viljum vera þátttakendur og við skiptum máli í samfélaginu,sagði þessi yndislega og stórgreinda stúlka.

Freyja er löngu búin að sýna okkur ,að við þurfum að vernda og rýmka lýðræðið og efla andlegt frelsi og kærleika til að byggja upp menningalegt þjóðfélag.Hennar háleitu hugsjónir um lífið og tilveruna ættu að vera okkur öllum leiðarljós í þeim efnum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband