Markaðsverðmæti félaga sem skipa úrvalsvísitölu Kauphallarinnar hafa lækkað um 750 miljarða á háflu ári.
7.12.2007 | 22:51
Það er ljóst að sá kóngulóavefur sem tengir þessi fyrirtæki saman tekur þau öll með sér í fallinu,að undanteknu Marel.T.d.hefur markaðsverði Exista eitt og sér lækkað um rúmlega 200.miljarða frá því í sumar,en alls hafa fyrirtækin tapað 750 miljörðum frá því í júlí.Ég hef margsinnis í blaðagreinum og á blogginu bent á að þessi glafralega útrás margra Íslenskra fyrirtækja, gæti hvenær sem er sprungið fyrirvaralaust,þar sem hvorki eignar - né viðskipaleg staða þessa aðila væri nægjanlega traust.Nú er að koma á daginn,að þessi fyrirtæki voru meira og minna einn blekkingarvefur,sem gerðu kaupendur bréfa að trúfíflum. Fyrirtæki og einstaklingar láu hundflatir fyrir útrás hinna Íslensku víkinga.Íslendingum virðist hafa verið gefin sú "náðargáfa" að falla ofan í þá svartavillu að gera þetta eða hitt,svo lengi sem einhverja gróðavon er að hafa.Maðurinn er náttúrlega alltaf að stærstum hluta það sem umhverfið og þjóðfélagið hefur gert hann.
Það er búið að ranghverfa þessi viðskipti og endalaust að blekkja fólk og hreinlega draga það inn í viðskipti,sem það hefur enga þekkingu á.Með miskunarlausum áróðri hefur tekist að lemja inn í þjóðina,að hún eigi að fjárfesta í útrásinni,en þjóðin veit náttúrlega ekkert hvað stendur á bak við þær fjárfestingar.
Vest af öllu er þó,að auðtrúa stjórnir lífeyrissjóða hafa fjárfest miklar fjárupphæðir í þessum loftkastölum útrásarinnar,sem m.a.mynda úrvalsvisitölu Kauphllarinnar.Vitað er nú þegar að þeir hafa tapað tugum miljarða.Hér er um langtíma fjárfestingar að ræða hjá lífeyrissjóðunum og því ekki auðvelt að losa sig frá þeim viðskiptum.Kannski verður það hlutskipti lífeyrisþega á komandi árum,að laun þeirra lækki,vegna hinnar "rómuðu útrásar víkinganna."
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Skák og mát.
Björn Heiðdal, 7.12.2007 kl. 22:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.