Friðarsúlan hennar Yoko Ono í Viðey heillar mig - Táknræn og falleg.

Súlan hefur svo sannarlega fangað hugi og hjörtu Íslendinga.Hugarheimur okkar leitar líka til Bítlana þegar við horfum á súluna,lögin koma svo sterkt fram að maður fer strax að raula.En að þetta sterka alheims friðartákn skuli hafa verið valinn staður á Íslandi í Viðey, gerir kröfur til þjóðarinnar,að við stöndum vörð um friðinn og verðum þar ávallt í  fylkingarbrjósti.

Súlan sendir ljósgeisla sína beint til himins og það mun hún gera fram að áramótum samk.fréttum í kvöld.Kærar þakkir Yoko One að lofa okkur að njóta hennar yfir jólatíðina. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Var einmitt að gleðjast yfir því sama. Hálfgerður söknuður í mér í gær þegar ég heyrði að það væri nánast kominn 8. desember og slökkt yrði á súlunni. Hún hefur náð að verða heillandi hluti af tilverunni á þessum stutta tíma og minnir á góðar hugsjónir. Var svo lánsöm að skreppa upp á Kjalarnes um daginn þegar súlan naut sín óvenju vel og það er erfitt að slíta sig frá þeirri sjón.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 8.12.2007 kl. 23:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband