Hugmyndir um aðgerðir til að hækka tekjur láglaunafólks í komandi kjarasamningum,

Skattleysismörk hækki á kjörtímabilinu í 140 þúsund pr.mán.Lágmarkslaun hækki í 150 þúsund kr.pr.mán.á kjörtímabilinu,önnur laun verði ekki hækkuð.

Verðbólgumarkmið verði 2.5%.Verðtrygging og stimilgjöld verði afnumin af húsnæðislánum.Sterklega kemur til greina að verðtryggja laun, fari verðbólgan yfir viðurkennd verðbólgumarkmið Seðlabanka og aðila vinnumarkaðarins.Það gæti orðið góður hemill á verðbólguna ef atvinnurekendur og bankar yrðu að bera þunga verðtryggina í stað þess að velta verðbólgunni stöðugt á herðar lántakenda og neytenda.

Framangreindar kjarabætur ættu ekki að vera verðbólguvaldandi séu þær framkvæmdar á skipulegan hátt miðað við að framkvæmdir   og atvinnustigið í landinu valdi ekki þensluástandi.Það er ekki nóg að ríkisstjórnin taki vind úr seglum,fyrirtæki í byggingaiðnaði og bankar verða  að draga stórlega úr framkvæmdum.Þá verður þjóðin að skilja,að hin óhóflega neylsa,sem skapar m.a. þennan gýfurlega viðskipahalla verður að linna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband