Schengen samningurinn veldur meiri vanda en hann leysir hr.dómsmálaráðhr.
22.12.2007 | 17:20
Nú nær Schengen svæðið til nær allra landa Evrópu,nema fyrrv.sovétríkja Írlands og Bretlands.Niðurfelling á vegabréfum milli Schengen landanna hefur leitt af sér ýms vandamál,sem voru reyndar fyrirsjáanleg.Þar er um að ræða landamæraeftlit með hvers konar afbrotamönnum s.s.fíkniefna, þjófagengum,mannsal,ólöglegt vændi ,barnaníðingar,farbönn, klámiðnaður,hryðjuverkamönnum o.fl.Eftirlit með svona afbrotammönnum var mjög tengt vegabréfa- og tölvueftirliti á landamærum.Ekkert annað jafn árangurríkt eftirlitsform hefur komið í staðin,þó svo að ýmis konar fullkomnari tæknibúnaður s.s. gagnabankar,fullkomnar myndavélar. gegnumlýsingartæki og aukin tæknileg samvinna þjóða hafi verið aukin.Það er mikill misskilningur hjá dómsmálaráðhr.í MBL í dag,að gagnabankar sé öflugra eftirlitstæki á landamærum,en að skoða persónuskilríki..Bæði kerfin styðja hvort annað,í gegnum vegabréfaeftirlit væri hægt að mata gagnabanka af öllum farþegum til og frá landinu.Það þarf að mata gagnabankann hr.dómsmálaráðhr.svo hann melti fæðuna.
Í stað vegabréfa áttu að koma alþjóðleg persónuskilríki,sem handhafar áttu ávallt að hafa meðferðis og framvísa við landamæraeftirlit og löggæslu væri þess krafist.Mér er ekki kunnugt um að þessi persónuskilríki séu almennt komin í gagnið hér á landi.Því ættu íslenskir ferðamenn að hafa vegabréf meðferðis erlendis ,þar sem það er eina löggilda persónuskilríkið hér á landi.Ég var mótfalinn inngöngu okkar í Schengen,bæði vegna hins mikla kosnaðar á flugstöðinni og launakosnaði og þó mest,að þessar breytingar veiktu eftirlitskerfi okkar með brotamönnum til og frá landinu.Að losna við að sýna vegabréf við komu og brottfarir milli landa fannst mér ekki réttlæta svo aðgerðamiklar breytingar.
Athugasemdir
Á sama tíma viltu ganga í Evrópusambandið. Schengen-samstarfið er þó bara sama fyrirkomulag og gildir innan sambandsins. Það er aðeins skilgreint sem sérstakt samstarf vegna þess að það eiga fleiri ríki aðild að því en bara ríki innan Evrópusambandsins. Hliðstætt og með EES. Þessi málflutningur þinn gengur ekki upp. Ef þú ert á móti Schengen-aðild Íslands ertu um leið í raun að lýsa yfir andstöðu við aðild að Evrópusambandinu.
Hjörtur J. Guðmundsson, 22.12.2007 kl. 17:59
Þetta er nokkur einföldun hjá þér á afstöðu minni til ESB.Ég hef ávallt tekið fram,að Íslendingar ættu formlega að sækja um aðild að sambandinu til að vita í reynd hvað í boði er t.d.í sjávarútvegsmálum.Ég held að allir stjórnmálafl.hér á landi séu sammála um,að EKKI verði gengið til samninga við sambandið ef við höfum ekki óskorið vald yfir fískveiðistjórnuninni og ákvörðun um heildarveiði innan fiskveiðilögsögunnar.Ég hef haldið Schengen samstafinu utan bandalagsins enda varðar það einungis niðurfellingu á vegabréfanotkun milli landa.Það er skoðun mín,að mörg ríki eigi eftir að segja sig úr þessari Schengen samvinnu,þegar viðskomandi stjórnvöldum verður ljóst,að þau geta engan veginn tryggt innra öryggi sitt ef fólk getur eftirlitslaust vaðið milli landa.Þjóðverjar og fleiri Schengen ríki eru farinn að óttast þetta eftirlausa streymi meinta gæpamanna einkum frá austur Evrópu ríkjum.
Kristján Pétursson, 22.12.2007 kl. 21:05
Landamæri okkar Íslendinga eru slík forréttindi að þau mættu kallast ómetanleg ef við hefðum vit á að koma auga á það.
Þetta var auðvitað eyðilagt eins og margt annað vegna vanmetakenndar óhappamanna okkar í stjórnmálum.
Árni Gunnarsson, 22.12.2007 kl. 21:34
Það liggur alveg fyrir að við munum missa yfirráð okkar yfir stjórn fiskveiða við Ísland og ákvörðun heildarkvóta. Ekki einu sinni hörðustu Evrópusambandssinnar hér á landi halda því fram að við munum ráða þessu, en hanga á því einu að okkur verði úthlutað öllum kvótanum. Nokkuð sem engin trygging er fyrir til framtíðar jafnvel þó sú yrði raunin.
Schengen er hluti af Evrópusambandinu samkvæmt Amsterdam-sáttmálanum og ný aðildarríki samstarfsins verða að gerast aðilar að því.
"The Schengen Agreement was originally created independently of the European Union, in part due to the lack of consensus amongst EU members, and in part because those ready to implement the idea did not wish to wait for others to be ready to join. However, the Treaty of Amsterdam incorporated the legal framework brought about meanwhile, the so-called Schengen-Acquis, by the agreement into the European Union framework, effectively making the agreement part of the EU and its modes of legislature. [...] Future applicants to the European Union must fulfil the agreement criteria regarding their external border policies in order to be accepted into the EU."
M.ö.o. ef þú vilt ekki að Ísland sé aðili að Schengen geturðu ekki stutt aðild að Evrópusambandinu. Þetta er í raun eitt og hið sama.
Hjörtur J. Guðmundsson, 22.12.2007 kl. 22:58
Og það er vissulega við hæfi að geta heimilda:
http://en.wikipedia.org/wiki/Schengen_Agreement
Hjörtur J. Guðmundsson, 22.12.2007 kl. 22:59
Og að lokum Kristján, ég er þér fyllilega sammála í gegnrýni þinni á aðild Íslands að Schengen-samstarfinu.
Hjörtur J. Guðmundsson, 22.12.2007 kl. 23:01
Og svo verð ég að bæta einu við í viðbót. Eru sjávarútvegsmálin virkilega eini málaflokkurinn sem þú tekur æskilegt að við Íslendingar höfum óskorað vald yfir? Hvað með önnur mál? T.d. Efnahagsmál? Landbúnaðarmál? Iðnaðarmál? Dómsmál? Viðskiptamál? Treystirðu s.s. embættismönnum Evrópusambandsins til að stjórna öllum öðrum málaflokkum okkar fyrir utan sjávarútvegsmálin?
Hjörtur J. Guðmundsson, 22.12.2007 kl. 23:06
Nei ég treysti ekki embættismönnum ESB að stjórna öllum okkar málum,því er víðs fjarri,en ég treysti ekki heldur ísl.stjórnvöldum í efnahagsmálum.Verðbólgan með verðtryggðum húsnæðismálum,okurvextir 24 - 25% ,hæsta matvöruverðið og skuldsettustu heimilin í Evrópu og handónýt króna .Verra getur það tæpast orðið hjá Evrópusambandinu.´´Eg held okkur skorti mikla þekkingu í ýmsum málaflokkum innan landa Evrópusambandsins og því séu viðræður um inngöngu nauðsynlegar.Þjóðin ræður að lokum hvort hún samþykkir eða hafnar inngöngu í bandalagið.
Kristján Pétursson, 23.12.2007 kl. 00:20
Ef húsnæðismarkaðurinn á evrusvæðinu væri tekinn inn í myndina mældist verðbólgan þar á bæ klárlega mun hærri. Það er hann bara ekki. Að sama skapi, ef húsnæðisvísitalan væri tekin út úr verðbólgumælingunum hér á landi mældist hliðstæð verðbólga hér á landi og á evrusvæðinu. Vissulega mælist hér hæsta matvælaverðið en líka hæstu tekjurnar. Það verður að skoða hlutina í samhengi. Og skuldsett heimili? Hverjum er það að kenna? Þeim sem skuldsetja sig. Og krónan er langt því frá handónýt enda aðeins mælikvarði á stöðuna í efnahagslífinu. Allir gjaldmiðlar sveiflast og sýnt hefur verið fram á að krónan sveiflast ekki meira en ýmsir mun stærri gjaldmiðlar eins og sá ástralski og nýsjálenski. En ég skal taka undir með þér að verðtryggingin er rugl.
Aðildarviðræður til að kanna hvað við fáum og hvað ekki eru ekki í boði af hálfu Evrópusambandsins. Það hefur komið skýrt fram hjá ráðamönnum innan þess og verður að teljast skiljanlegt.
En hér erum við að ræða um þína afstöðu. Nú sérðu væntanlega að Schengen er hluti af Evrópusambandspakkanum og spurningin er því hversu djúpt andstaða þín við Schengen-aðild okkar ristir. Ertu tilbúinn að ganga í Evrópusambandið ef það þýðir að við Schengen-aðild okkar verði fest enn frekar í sessi en raunin er í dag?
Hjörtur J. Guðmundsson, 23.12.2007 kl. 00:41
Þakka þér Hjörtur fyrir fyrir málefnalega umrærðu eða öllu heldur yfirheyrslu,það er tilbreyting í því að vera þeim megin borðsins.Mín niðurstaða er að við séum að mestu skoðanabræður í þessum málum,en túlkun okkar og nálgun örlítið á skjön.
Gleðileg jól og farsælt komandi ár.Þakka öllum málefnalegar og skemmtilegar umræður.
Kristján Pétursson, 23.12.2007 kl. 12:06
Ég væri ekki hissa á að við værum talsvert á sömu línu í þessu þrátt fyrir allt ;)
Gleðileg jól sömuleiðis og þakkir að sama skapi!
Hjörtur J. Guðmundsson, 23.12.2007 kl. 19:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.