Gleðilegt ár og kærar þakkir til allra bloggara fyrir áhugavert og skemmtilegt lesefni.

Nú er ég búinn að vera rúmt ár á blogginu.Ætlun mín var að vera eitt ár eða svo til að auka þekkingu mína á mönnum og málefnum.Yfir höfuð er ég nokkuð ánægður með lestrarefnið,ólík viðhorf og áhugamál , fjölbreytt efnisval  og yfirleitt málefnalega umræða.Ég á nokkra bloggvini,sem ég les alltaf,svo eru  nafnlausir menn á blogginu,sem eiga þar alls ekkert erindi.

Ég hef áður lýst þeirri skoðun minni,að allir ættu að hafa opna blogg,svo menn geti gert viðeigandi athugasemdir,en geti jafnframt lokað blogginni fyrir þeim,sem viðhafa ósæmileg skrif.Með öðrum orðum ,menn samþykkja  eða hafna innkomu annara áður en hún birtist.Það er boðið upp á þrjá valkosti í þessum efnum,sem er ágæt úrlausn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband