Hvernig verður öryggis - og varnarmálum Íslands háttað undir stjórn utanríkisráðhr.?
18.1.2008 | 21:53
Fram hefur komið,að búið sé að ræða við nokkur NATO ríki um tímabundnar flugæfingar hervéla á Íslandi.Ekki hefur verið upplýst ennþá hver aðkoma Íslendinga verður v/ þessa æfinga.Hins vegar hefur verið rætt um að þessar liðsveitir NATO fái aðstöðu á Keflav.flugv.er varðar húsnæði og mat þeim að kosnaðarlausu eins og reyndar var áður meðan varnarliðið rak herstöðina.
Þessir NATO flugmenn sem hér munu dvelja við æfingar eru hermenn og lúta því herlögum í einu og öllu.Þegar bandaríski herinn var hér höfðu þeir alltaf herlögreglu til að framfyljga herlögum.Hvernig þessu verður háttað hjá utanríkisráðhr.veit ég ekki.
Ég tel nokkuð fullvíst að Íslendingar verði fyrr eða síðar eins og aðrar fullvalda þjóðir að koma sér upp heimavarnarliði til að annast sjálfir sín öryggis - og varnarmál.Ég tel ekki ólíklegt að bandalagsþjóðir okkar innan NATO óski formlega eftir því við íslensk stjórnvöld,að hér verði a.m.k.sérhæft heimavarnarlið,sem bandalagsríkin geta leitað til vegna þeirrar miklu hættu,sem heiminum stafar frá hryðjuverkasamtökum.Veikasta öryggiskeðjan má ekki liggja um Ísland.Þessir ósýnilegu fjandmenn eiga sér engin landamæri.Ég hef áður lýst þeirri skoðun minn,að umrætt heimavarnarlið komi undir sjálfstæða stjórn Almannavarna,sem hafi nána samvinnu við utanríkisráðneytið , löggæsluna ,landhelgisgæslu og björgunarsveitir.
Komi til þess að Íslendingar nái kosningu í Öryggisráð SÞ,sem ég mæli gegn,getur það leitt til meiri áhættu um hryðjuverk hér,vegna þeirra ákvörðuna ,sem við kunnum að taka gegn þjóðum sem halda hlífðarskyldi yfir alls konar hryðjuverkasamtökum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.