Ég hef aldrei skilið þá túlkun,að Íslendingar hafi ávallt verið vopnlaus þjóð.Samk.1.gr.varnarsamningssins frá 8.maí 1951 tóku Bandaríkin fyrir hönd Norður-Atlandshafsbandalagsins að sér hervarnir fyrir Íslendinga.Í umræddum samningi var ákveðið að Íslendingar yrðu að samþykkja hverrar þjóðar menn væru í bandaríska varnarliðinu.Þá var einnig háð samþykki íslensku ríkisstjórnarinnar hversu margir varnarliðsmenn hefðu setu á Íslandi.Fyrstu ár hersins voru engir litaðir menn í herliði þeirra á Íslandi..Síðan voru sendir nokkrir valdir svartir menn hingað,svo við gætum setið í nefnd,sem fjallaði um mannéttindamál í Suður Afríku.Þegar bandaríski sjóherinn tók við rekstri flugvallarins eftir 1960 og annara samningssvæða komu hingað menn af öllum litarháttum og þjóðernum.
Bandaríski herinn var hér alla tíð samk.samþykki íslenskra ríkisstjórna.Þjóðin hefur því ekki verið herlaus og getur því ekki gortað að því sí og æ.Hermenn hafa í okkar þágu verið hér og nú er verið að semja um tímabundna aðkomu hermanna hingað við ýms NATO ríkí..Í mínum huga vildi ég frekar sjá íslenskt heimavarnarlið,sem bæri fulla ábyrgð á varnar - og öryggismálum þjóðarinnar með eðlilegri aðkomu NATO ríkja samk samningi þar að lútandi samningi.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.