Enn ein nefndin um aldraða komin á koppinn.
26.1.2008 | 21:25
Jóhanna Sigurðard.félags - og tryggingarmálaráðhr. hefur skipað samstarfsnefnd um málefni aldraðra.Form.nefndarinnar er Ágúst Ólafur Ágússon,alþingism.Honum til fulltingis eru valdir aðilar,sem þekkja allir vel til þessa málaflokks.
Aldraðir hafa vægast sagt afar slæma reynslu af svona nefndarskipan,verkefnin hafa verið ótímasett og illa skilgreind.Allir vita hvernig kjör aldraðra eru í dag,þau eru vitnisburður um árangursleysi og aumingjaskap stjórnvalda á hverjum tíma.Alls konar loforð og sýndarmennska fyrir hverjar kosningar um bætt laun og kjör þessa fólks,hefur nánast undantekingalaust verið svikið.
Nú fær Ágúst Ólafur tækifæri að sýna hvað í honum býr,er í sterkri ríkisstjórn með mikla fjármuni.Nú kemur væntanlega í ljós fljótlega hvort ríkisstjórnin ætlar á ALVÖRU að sýna öldruðum þá virðingu og velvilja sem þeim ber.Það þarf ekki að skilgreina stöðu aldraðra í þjóðfélaginu,þjóðin í dag á þeim fyrst og síðast að þakka þau lífskjör sem við búum við í dag.Hins vegar bera aldraðir enga ábyrgð á þeirri auðhyggju, græðgi og blekkingum ,sem er búin að rótfesta sig í þjóðfélaginu.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég er akkúrat að kynnast umönnun aldraðra á sjúkrastofnun og stofnunum vegna pabba míns og margt er fróðlegt og gott og svo er annað sem skelfir mann jafnvel!
Edda Agnarsdóttir, 28.1.2008 kl. 00:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.