Ákæruvaldið á að þyngja dóma fyrir kynferðis - og fíkniefnabrot.
31.1.2008 | 22:39
Nýgenginn 5.fimm ára dómur tveggja útlendinga fyrir afar grimmdarlega nauðgun,gæti verið vísir að þyngingu dóma fyrir kynferðisafbrot.Ég ætla svo sannarlega að vona að svo sé,því dómar í þessum málaflokki hafa verið dómskerfinu til háborinnar skammar.Afleiðingar nauðgana vara alla æfi þolandans og fyrir slík brot á að refsa í samræmi við þann refsiramma,sem hegningarlög leyfa.
Sam gildir um umfangsmikil fíkniefnabrot,sem nú eru til meðferðar.Afleiðingar fíkniefnaneyslu eru flestum kunnar,hvers konar afbrot s.s.manndráp,rán og ofbeldi.Þá stefna neytendur heilsu sinni í voða og fjölskyldur búa við stöðugar áhyggjur og ógnanir.Sökum hinna víðtæku áhrifa sem ávana-bindandi efni valda neytendum og fjölskyldum þeirra á að hafa refingar þungar.Hinsvegar á Fangelsismálastofnun í samráði við Menntamála - og Heilbrigðismálaráðuneytið að hjálpa þessu fólki með öllum tiltækum ráðum að vinna bug á sínum alvarlegu vandamálum.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.