Sterkt framboð að Obama verði varaforseti Clinton.
2.2.2008 | 22:39
Nú styttist óðum í að kosið verði í 20 fylkjum í Bandaríkjunum.Skoðanakannanir eru nokkuð misvísandi,nái Clinton að höfða nógu sterkt til kvenna ætti hún sigurinn vísan,en Obama virðist höfða breitt til kjósenda og gæti komið öllum á óvart.
Ætla má að Obama hafi með hrífandi framkomu sinni höggvið stór skörð í raðir kjósenda Clinton.Þetta verður spennandi,en mestu skiptir að Demokratar vinni í komandi forsetakosningum,en hafi jafnframt áfram meirihluta í báðum deildum þingsins.Það býður næsta forseta Bandaríkjanna mikið starf að gjörbreyta utanríkismálastefnu þjóðar sinnar og reyna að endurheimta traust og virðingu annara þjóða.
Heimsveldisstefna Bandaríkjanna undanfarin ár, þar sem hervaldi og sífelldum ógnunum hefur verið beytt í samskiptum þjóða og alþjóðalög virt að vettugi,verða skráð í sögunni sú þjóð sem hvað mestum hörmungum hafa valdið í veraldarsögunni.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.