15 - 20 % þeirra sem voru í afplánun á s.l.2 - 3 árum ,voru af erlendu bergi brotnir

Um 7% Íslendinga eru nýbúar ,sem hafa koma erlendis frá eða um 22.þúsund manns.Það vekur athygli að brotatíðni þessa fólks er  er 2-3.sinnum hærri en hjá innbornum Íslendingum.Rétt er þó að hafa í huga,að nokkrir erlendir menn eru meðtaldir í þessum tölum,sem hafa verið teknir við komu til landsins með fíkniefni og vegna fleiri brota.

Hér er ekki verið að reyna að ófrækja nýbúa,heldur benda á tölur,sem hljóta að vekja athygli.Það kostar mikla fjármuni að láta þessa menn afplána langa fangelsisdóma hérlendis,best væri að senda þá til síns heimalands,en um það þarf að semja við viðkomandi ríki.

Mismunandi skoðanir eru um,hvort rétt sé að tilgreina þjóðerni þeirra,sem hæsta brotatíðni hafa.Þá gætu saklausir borgarar þess ríkis orðið fyrir aðkasti hér og hvers konar einelti.Hins vegar gætu atvinnurekendur haft bein áhrif á hvaða fólk fær hér vinnu.Sjálfsagt er þetta allt umdeilanlegt,en þarf eigi að síður að skoða vel.Við höfum að mestu búið í friðsælu landi og verið laus að mestu leiti við ásókn útlendinga í atvinnu hér á landi.Nú er þetta allt breytt,við skuldbundin að taka við fólki frá ESB löndum.Það verður ekki flokkað í hópa eftir þjóðernum,við erum komin í þessa hakkavél,þar sem öllu ægir saman.Við eigum að ræða þessi mál hispurslaust,en ekki láta þróast hér alls konar andstöðuhreyfingar milli þjóðerna,eins og þekkt er nánast um alla Evrópu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband