Okkur ber að fara eftir tilmælum Mannréttindastofnunar SÞ.Hvað ætlar ríkisstjórnin að gera ?

Dómsmála - og forsætisráðhr.hafa báðir opinberlega sagt,að okkur beri ekki að fara eftir tilmælum stofnunarinnar  varðandi jafnan aðgang Íslendinga  að fiskveiðum innan lögsögunnar.Vísa þeir til laga um uthlutun fiskveiðiheimilda,sem á sínum tíma hafi verið samþ.af Hæstarétti Íslands.Okkur beri að fara að ísl.lögum,þó svo við höfum undirritað Mannréttindasáttmála SÞ á sínum tíma.

Þetta eru mjög alvarlegar yfirlýsingar ráðhr.sem virðast ekki gera sér fyllilega grein fyrir,að alþjóðlegar samþykktir,sem Íslendingar hafa samþykkt gilda , þó þær samrýmist ekki ísl.lögum.Réttast væri að breyta lögum um fiskveiðiheimildir til samræmis við niðurstöðu Mannréttindasáttmálans innan þeirra tímamarka,sem okkur var gefinn.

Á þetta reyndi í Varnarsamningnum við Bandríkin frá 8.maí l951.Í 2.gr.samningsins tl.10 stendur m.a.orðrétt :"Liði Bandaríkjanna er rétt að fara með lögregluvald á samingssvæðunum og gera allar viðeigandi  ráðstafanir til að halda þar uppi aga,allsherjarreglu og öryggi." Þessi samningurr gekk gegn Stjórnarskránni ,þar sem Íslendingar fara með lögreglu - og dómsvald.Þennan samning undirritaði Bjarni Benediktsson þáverandi utanríkisráðhr.Engar formlegar lagaskýringar komu fram um þennan gjörning á sínum tíma,en talið var að milliríkjasamningur, sem varðaði öryggi þjóðarinnar þyrfti ekki að falla undir Stjórnarskrána. 

Áhugavert væri að fá lagaskýringar núverandi dómsmálaráðhr.í þessum efnum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband