Ríkisstjórnin ætti að sitja á neyðarfundi - Hún er ráðlaus og kemur engum böndum á verðbólguna.

Höfuðstóll meðalhárra   húsnbæðislána (15mil.kr.) hækka um 100 þúsund á mánuði.Húsverð hækkar ekki lengur,svo hér er um hreina eignaupptöku að ræða.Hér er um að ræða neyðarástand ,sem ríkisstjórnin VERÐUR að taka á. Fólk með lág - og meðallaun eru þegar í þúsunda tali komin í mikla fjárhagslega neyð.

Maður heyrir ekki um neinar aðgerðir af hendi ríkistjórnarinnar í þessum málum.Þeir bera þó fulla ábyrgð á ástandinu með úrræðaleysi og seinvirkum og  röngum skilgreiningum.Af hverju þurfa húsnæðislán að vera verðtryggð hér,en hvergi annars staðar í Evrópu ? Af  því leiðir ásamt himinháum vöxtum að verðtryggð íbúðarlán eru hér um 13%,en hjá ESB ríkjum þrefalt lægra 4 - 5 %.

Af hverju þurfa vextir að vera tvöfalt hærri hér en í ESB ríkjum ? Af hverju þarf matarverð að vera helmingi hærra á Íslandi en hjá ESB ríkjum ? Af hverju eru íslensk heimili þau skuldsettustu í heimi ?

Fyrst og síðast er þetta ástand  um að kenna spilltum og vænhæfum stjórnvöldum með rangláta  og ólýðræðislega stjórnarhætti,með eigin hagsmuni að leiðarljósi.Ríkisstjórnin bíður og bíður. með aðgerðir á meðan  ungum íbúðareigendum blæðir.Miskunarlaust horfir ríkisstjórnin á ástandið og reynir ekki einu sinni að spyrna við fótum.Sjálfstæðisfl.hefur verið samfleytt í ríkisstjórn í 17 ár og ber því ásamt Framsóknarfl.höfuðsök á ástandinu.Kjósendur bera þó mestu sökina,þeir eiga að ekki að verðlauna sömu skussana með atkvæðum sínum.

Þegar maður horfir á umræður frá alþingi í tómum fundarsal,verður manni ljóst það virðinarleysi,sem þar ríkir.Við þurfum andlegt frelsi og lýðræði til að byggja upp menningalegt og mannbætandi þjóðfélag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er ekki komin tími til að stofnuð verða þverpólitísk öfl sem hafa eftirlit með misvitrum stjórnmálamönnum þessarar þjóðar.Margir hverjir í stjórnmálum og í ábyrgðarstöðum hjá hinu opinbera hafa ekki hugmynd um starfsskyldur sínar,hvert klúðrið á fætur öðru er að koma upp í þessu þjóðfélagi,ábyrgðarkennd fjölda þessara embættismanna er þeim ekki gefið.Að bera ábyrgð hafa þeir ekki hugmynd um hvað það þýðir og því miður komast þeir upp með það,þá er aftur spurningin hvort að það þurfi ekki að stofna þessi þverpólitísku öfl sem ég minnist á í byrjun pistils.

Númi (IP-tala skráð) 26.2.2008 kl. 20:55

2 Smámynd: Kristján Pétursson

Það er rétt hjá þér,að ábyrgðarkennd og starfsskyldur þessa ráðmanna er mjög ábótavant og það virðist sem þeim sé skítsama um hag þeirra sem minna mega sín.Þessir menn baktryggja sig hjá valdhöfunum og telja sig fína menn.

Kristján Pétursson, 26.2.2008 kl. 21:38

3 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ég les nú allt þetta og er hjartanlega sammála þér. Bara til að sýna lit, get ég tekið sjálfan mig sem dæmi:  Ég er með 4.o í lánum á Íslandi, sem þykir kanski ekki mikið. En ég er samt búin að reikna út, tekjur og gjöld mín sem eru einföld, þannig ég á 8 mánuði eftir ólifaða út af vöxtum, efnahagslega séð. Gaman að koma til Íslands eftir 20 ár, og verða að borga með sér, en samt sjá gjaldþrot fyrir framan sig! Ég á ekki aukatekið orð yfir því sem er að ske hérna..

Óskar Arnórsson, 26.2.2008 kl. 23:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband