Á ekki orð til að lýsa eymd ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum.

Hef verið erlendis undanfarnar vikur og tekið mér frí  frá blogginu.Þakka þeim sem hafa samt heimsótt mig.Svo kom flensan og lagði mig og þá las ég blöðin.Náttúrlega hafði ekkert breyst nema verðrið .

Þrátt fyrir að rúmlega 200 miljarðar króna hafa bæts við skuldir almennings á s.l. fjórum árum vegna verðbóta sem bætast við höfuðstól  verðtryggðra lána gerir ríkisstjórnin EKKERT í verðbólgumálum.Þetta þýðir í reynd að á þessu tímabili hafa tæpar tvær miljónir bæst við skuldir hvers heimilis í landinu.

Hagfræðingur ASÍ Ólafur Darri Andrason lét hafa það eftir sér sér í Fréttablaðinu í dag,að líta mætti á verðtrygginguna sem leið til að lifa við óstöðugleika.Veit ekki Ólafur, að engin þjóð innan ESB býr við verðtryggingu,þar er ekki leyfilegt að henda efnahagsóreiðunni yfir almenning.

Hvernig væri að hækka verðbætur lána um helming í t.d.30% og fella húsnæðiskosnaðinn út úr neysluvísitölu eins og ég hef margoft lýst.Vilji og réttlæti er allt sem þarf til að skera okkur niður úr verðbólgusnörunni.Jafnaðarmaðurinn, sem í mér býr er hreint út sagt að sprynga út af vesaldóm og úrræðaleysi þessar ríkisstjórnar í efnahags  -  og réttlætismálum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Arnórsson

Velkominn heim úr ferðalaginnu  Kristján!  Ríkistjórninn sefur ennþá og er ekki að gera neitt. Mæta varla á þing lengur. það er eins og að horfa á stillimyndina í sjónvarpinu að kveikja á beinu útsendingunni frá Alþingi. það mætti alveg fara að henda þessu fyrirbæri "verðtrygging" sem hefur sýnt sig að er álíka lélegt stjórntæki og kvótakerfið óníta sem er endalaus umræða um án þess að gerist neitt af viti...

Óskar Arnórsson, 14.3.2008 kl. 02:34

2 Smámynd: Kristján Pétursson

Ég er orðinn fokreiður út í ríkisstjórnina.Hún  horfir sljógum augum á verðbólguna vella upp úr hverju hjólfari,en gerir alls ekkert.Engar tillögur til úrbóta,engin stefnumið,engin framtíðarsýn.O stefna ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum verður sýnilega út þetta þing og þá fera þingliðið í langt sumarfrí fram á haust.

Kristján Pétursson, 14.3.2008 kl. 23:30

3 Smámynd: Óskar Arnórsson

..og Geir Hardi heldur blaðamannafund í USA og krónan snarféll strax að lokinni ræðunni..

ég er sammála að þessi Ríkisjórn er nú mönnuð með því undarlegasta fólki sem nokkurntíma hefur verið við völd í mörg kjörtímabil..

Óskar Arnórsson, 15.3.2008 kl. 00:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband