Yndislegir skíðadagar í sól og logni í Bláfjöllum.
16.3.2008 | 21:25
Hvað er skemmtilegra en vera á skíðum í faðmi fannhvítra fjalla,þar sem fjölskyldur með börnin sín ljóma af gleði.Ætli maður geti verið nánari náttúrinni en við svona aðstæður.Þegar fjöllin bera við heiðbláan himininn og af toppi Bláfjalla,sem er víðsýnasti staður hér suðvestanlands má augum líta óendanlega fegurð,þar sem tign fjallanna flettast saman við hafflötinn og eyjarnar.Höfuðborgarsvæði með nesjum,eyjum og vogum verður svo lítið af heildarmyndinni sem við blasir.Reykjanesfjallgarðurinn klæddur sinni hraunskykkju með ótal gígum og gufustrókum,sem stíga til himins.
Breytileiki náttúrunnar er svo óendanlegur,fagur og tígnarlegur,maður beinlínis festist við þessa stórfenglegu sýn. Það er okkur öllum svo mikils virði að skoða hið fjölbreytilega leiksvið náttúrunnar,sem er í reynd óendanlegur æfintýraheimur.
Ég er alltaf jafn heillaður og þakklátur fyrir hvern dag,sem við upplifum við slíkar aðstæður.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.