Erlendu húsnæðis - og bílalánin þyngjast ört - Ráðgjafir bankanna hafa brugðist.

Nú er svo komið,að húsnæðislántakendur eru afkróaðir í vítahring innlendrar verðbólgu og erlendum myntkörfulánum.T.d.hefur svissneski frankinn hækkað um 38% og jenið um tæp 35 % á seinustu 12.mánuðum.

Húsnæðislánin stefna í 15 - 18 % fari verðbólgan í 8 - 10 % eins og spár bankana benda til.Þá er ljóst að höfuðstóll meðalhárra lána ( 14 - 16 milj.) munu hækka í 110 - 120 þúsund á mánuði.

Við þessar aðstæður ætlar forsætisráðhr.ekki að grípa til aðgerða til að bregðast við lækkuninni,sem orðið hefur á krónunni né ofurvöxtum og verðbólgu húsnæðismála.Hann telur að við þurfum ekki að búa okkur undir langvarandi kreppu.Hvað þarf að gerast til að ráðherrann vakni.Aðgerðir Seðlabankastj.gegn verðbólgunni eru engar,örmyntin okkar flýtur fram hjá honum.Stjórn Sjálfstæðisfl.á fjármálum þjóðarinnar með fjármálaráðhr.forsætisráðhr.og seðlabankastj.sem aðalmenn hefur sýnt okkur ljóslega hvert auðhyggjan  leiðir okkar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband