Sterkt gengi krónunnar hafði engin áhrif á vöruverð - hvað gerist næst ?

Um leið og ljóst var að gengi krónunnar var að veikjast fóru kaupmenn strax að undirbúa hækkun vöruverðs.Þeim ætti þó að vera ljóst að aukin verðbólga dregur úr kaupmætti fólks og kennski lendir þessi snemmbúna hækkun þeirra verst á þeim sjálfum.

Sterkt gengi krónunnar lækkar aldrei vöruverð hjá kaupmönnum og lækkun á innflutningsgjöldum matvöru fór að mestu á sínum tíma beint í vasa kaupmanna og hjá aðilum í veitingarekstri kom  lækkunin aðeins fram hjá nokkrum aðilum  tímabundið.

Allir þekkja hækkun á eldsneyti bifr.Hún kemur  nánast samtímis fram  hér og tilkynnt er um hækkun á heimsmarkaðsverði.Fullir tankar af eldra elsneyti á lægra verði er hækkað samstundis hjá öllum ólíufélögunum á nánast sama útsöluverði.

Hvernig væri að kaupmenn tækju höndum saman með aðilum vinnumarkaðarins að halda niðri verðbólgu,sama gildir um banka og reyndar alla þjónustuaðila í landinu.Það þarf þjóðarátak,við eigum að vera eins stór fjölskylda,sem stendur þétt saman þegar svona árar.Við eigum lítinn og veikann Seðlabanka með óhæfa stjórn og ríkisstjórnin hefur ekki einnþá markað sér virka stefnu í peningamálum.Krónan okkar er aðeins nothæf í okkar eigin landi,erlendis móttekur engin hana sem peninga.Það er niðurlægjandi fyrir sjálfstæða þjóð  að geta ekki með sinni eigin mynt átt nein viðskipti við erlenda aðila.

Þjóð sem ekki á nothæfa mynt í erlendum viðskiptum er ekki sjálfbær.Flotmyntin okkar á ekkert föðurland lengur.hún er notuð af innlendum og erlendum aðilum til að grafa undan efnahagsstoðum þjóðarinnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband