Samfylkingin hafnar breyttri yfirstjórn löggæslu dómsmálaráðhr. í flugstöðinni.

Allt frá því Varnarsamningurinnn var gerður við Bandaríkin 1950 hefur lögreglustjóraembættið á Keflav.flugv.farið með yfirstjórn lögreglu og tollgæslu,en embættið hafði alla tíð á meðan varnarliðið var hér komið undir utanríkisráðuneytið.Eftir að varnarliðið fór voru sýslumannsembættin´á Suðurnesjum sameinuð í eitt embætti og Jóhann R.Benediktsson gerður að lögreglustjóra .

Samstarf milli lögreglu og tollgæslu á flugvellinum hefur alla tíð verið gott og árangusríkt.Hér er um að ræða lögreglu - og öryggisstörf ,tollgæslustörf,öryggisleit vegna brottfararfarþega og vegabréfaskoðun o.fl.Öll þessi löggæslustörf eru skipulögð í flugstöðinni samk.komu - og brottfararflugi til Keflav.flugv.Hér er um eitt heildar öryggis  -og skipulagskerfi að ræða,sem allir löggæslumenn taka þátt í að framkvæma með einum eða öðrum hætti.Yfirstjórnin verður að vera á einni hendi með samstillta liðsheild að baki svo hún virki fljótt og örugglega.Það er oftast ekki hægt að bíða eftir fyrirmælum,atburðirnir ske fyrirvaralaust og ákvarðatökur um aðgerðir á vettvangi verða að koma strax til framkvæmda.

Í skýrslu frá Ríkisendurskoðun á sínum tíma var lögð áhersla á að efla heildarstefnu um land all í fíkniefnamálum til nokkurra ára í tollamálum.Um allt land hefur verið samvinna lögreglu og tollgæslu,en fjárskortur hefur víða hamlað árangri.

Lögreglustjórinn Jóhann R.Benediktsson hefur sinnt sínum störfum af mikilli samviskusemi og sýnt færni,dug og þor þegar á þarf að halda.Starfsmenn embættissins eiga líka skilið miklar þakkir fyrir góð og árangusrík störf,sérstaklega er lýtur að fíkniefnamálum.Eins og fram hefur komið  í fréttum standa þeir þétt utan um sinn yfirmann,sem hefur látið að því liggja að hann og reyndar fleiri starfsmenn embættisins muni hætta störfum verði embættið látið koma undir þrjú ráðuneyti þ.e.fjármála -  samgöngu - og dómsmálaráðneytið.

Ég leyfi mér að skora á dómsmálaráðhr. að lýsa formlega yfir óbreyttu skipulagi og jafnframt að leggja til nægt fjármagn til reksturs embættinu.Við eigum alls staðar í landinu að efla löggæsluna,allt bendir til tíðari og alvarlegri afbrota en áður.Fjárveitingavaldið í landinu á ekki að spara fé til löggæslumála. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ég ætla bara að vona að þeir sjái að svo þeir fái Jóhann tilbaka, þann snilldar starfsmann. Þeir eru ekki margir sem kunna svo vel til verka sem hann gerir. Þarfur pistill og sorglegt að sjá hvernig áhugaleysi almennings er í sambandi við þessi mál.

Þó ég sé búin að vinna með lögreglu í Svíþjóð í mörgum verkefnum, sérstaklega unglingalögreglu, þá veitt ég að það hefur aldrei verið jafn óstjórnlegt magn af ólöglegum fíkniefnum í umferð, og það versta af öllu, ungir fíklar, sprautufíklar, eru að verða allt áhugasamari að útvega sér vopn sem þeir hafa nú auðveldari aðgang að í gegn um útlendinga..

Það er eins og allt tal um fyrirbyggjandi starfsemi sé hlustað á sem einhverja vitleysu. Það tík Kastljós 2 sólarhringa að ná að kaupa S&M .38 með tilheyrandi skotfærum og veit ég það að það nennir engin sem á peninga á annað borð að bíða svo lengi eftir afgreiðslu. Þetta er ég með frá mjög áreiðanlegum heimildum..það eru mun hættulegri vopn til sölu hæstbjóðanda..

Liprara samband og auknar heimildir til sérdeilda fíkniefnalögreglu þarf að auka mikið til að þeir verði á undan, og ekki á eftir í endalausu smygli frá austantjaldslöndum. Þaðan koma flest vopnin. 

Takk fyrir þarfan og greinagóðan pistil sem mætti nú senda bara bein á mail til Dómsmálaráðherra. Ég hef sagt þetta sama við hann og meira til. Kann vel við hann persónulega, en finnst hann taka skrítnar ákvarðanir eins og þú bendir réttilega á.

Óskar Arnórsson, 3.4.2008 kl. 14:16

2 Smámynd: Kristján Pétursson

Þakka þér Óskar fyrir góðar undirtektir á þessum málum.Það er auðheyrt að þú hefur kynnt þér þessi mál vel.Fíkniefnavandamálin eru í stöðugum vexti,við því verður lögreglan og reyndar þjóðin öll að bregðast við af meiri þunga en hingað til.

Kristján Pétursson, 3.4.2008 kl. 18:17

3 Smámynd: Óskar Arnórsson

Það er undarlega lítil viðbrögð við svo alvarlegu máli sem þessu, þegar vitað er að hver einasta fjölskylda á einhvern sér nákominn sem hefur lent í eiturlyfjaneyslu, þó ekki alltaf með öðrum afbrotum, en maður skyldi ætla að þetta ætti að vera með stærri málum sem þjóðin á við að stríða!

Ef tölur tryggingarfélaga eru notaðar um útborganir í beinhörðum peningum vegna afbrota beint tengt eiturlyfjaneyslu, þau eru 4 talsins á Íslandi, myndi það sjást í bókhaldi þeirra eftir fyrsta árið, ef þeir fjárfestu í öllum tiltækum úrræðum í sambandi við forvarnir í fíkniefnamálum, öllum kostnaði af meðferðum fíkla sem vilja sjálfir losna úr þessum þrældómi sem leiðir þriðja hluta þeirra sem ánetjast til dauða langt fyrir aldur, myndi það sjást sem gróði af skynsamlegri fjárfestingu að greiða allt sem þarf.

Ég hef talað við yfirmenn allra Tryggingarfélaga með útreiknuðum rökstuðningi, byggðum á þeirra eigin tölum, en engin gat áttað sig á þessu sem "fjárfestingu"!!

Ég var ekki að byggja á samúð með fíklum eða styrkjum eða neinu í þá áttina, heldur: "Hvernig geta tryggingarfélög aukið tekjur sínar!

þetta skyldi enginn sem góða fjárfestingu. Þetta verður betri fjárfesting eftir því sem afbrotum fjölgar, sem þau gera,  fíklum er gert að standa í löngum biðröðum eftir meðferð og hent út við minnstu frávik á "húsreglum" sem eru gróflega misnotaðar t.d. á Vogi. 

Það er með eindæmum að það þurfi að hugsa sig lengi um hverslags sparnaður liggur í því að spara ekkert í forvörnum, fræðslu í skólum, meðferðum svo fljótt sem auðið er.

Að Ríkistjórn ætli að koma í veg fyrir innflutning með að fjársvelta löggæslu, gefa ekki nauðsynlegar heimildir svo lögregla þurfi ekki að bíða eftir hinum og þessum leyfum, kljúfa stjórn skipulagningar sem þegar virkar vel, í 3 búta, eins og þú bendir réttilega á, þýðir að valdamenn hlusta ekki á fólk með reynslu, t.d. eins og Jóhann.

Þetta er álíka skopleg ákvörðun og brandari þegar hagfræðisnillingur var látin gera úttekt á sinfóníuhljómsveit.

Hagfræðingurinn reiknaði samviskusamlega þann tíma sem hver og einn notaði í flutning tónlistar, og niðurstaðan varð að sumir sátu aðgerðar lausir meðan bara 2 eða 3 spiluðu, þannig að útkomman var að ef allir fylgdu og spiluðu nóturnar sínat samtímis væri bæði hægt að spara tíma og tímalaun, ásamt því að flutningur tónlistarinnar yrði miklu styttri!!

Í alvöru sagt, ein gaman og ég hef af músík og konsertum, myndi ég ekki vilja hlusta á sinfóníu tímaskipulagða af vinnuhagfræðingi. Þú skilur eflaust samlíkinguna.

Ég myndi ekki mæta á svoleiðis konsert, og það er kannski einmitt ástæðan að Jóhann hætti bara, því miður! Vona bara að þeir sjái að sér og hlusti á fólk sem kann. Takk aftur fyrir góðan pistil. 

Óskar Arnórsson, 3.4.2008 kl. 19:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband