Frjálshyggja íhaldsins eins og illkynja mein - kreppulækningar framundan.

Frjáshyggjan , sem átti að rýmka lýðræðið og efla frelsið og verða pólutískur vegvísir þjóðarinnar um ókomna tíð er orðið illkynjaður skaðvaldur,sem stjórnvöld fá ekki lengur ráðið við.Það er eins og skyndilega hafi dökkvi út við sjónadeildarhringinn lags yfir þjóðina.Skaðvaldurinn er þó búinn að vera augljós lengi allt frá því krónunni var ýtt á flot og bankarnir komu skyndilega inn á húsnæðismarkaðinn og spenntu allt húsverð upp úr öllu valdi.Takmarkalaus útrás bankanna og stórfyrirtækja á hagkvæmum erlendum lánakjörum undanfarin ár hleyptu auðhyggjunni lausri og taumlaus græðgin tók við.Það þurfti mikla ósvífni og reyndar einfeldni líka í viðskiptum að  koma þjóðinni í þá bágbornu stöðu sem nú blasir við.

Smásaman gátu fyrirtæki og bankar ekki endurnýjað lausafjárstöðu sína,þar sem skuldatryggingarálag  þeirra var alltof hátt .Engar skýringar eru nú gefnar á hundruðum miljarða hagnaði bankanna og stórfyrirtækja  á undanförnum árum.Var hann kannski aldrei raunverulegur,bara pappírsuppgjör og blekkingar til að hækka söluverðmæti þeirra.

Vonandi kemur ríkissjóður ekki með fjármagn til að bjarga þessum aðilum,fyrr en fram hefur farið nákvæm rannsókn á fjárreiðum þeirra undanfarin ár,sem hlut eiga hér að máli.Reyndar á ríkissjóður ekki nema lítinn hluta þeirra fjármuna,sem þarf til að leysa fjárhagsvanda viðkomandi aðila. Reyndar finnst mér að bankar eins og önnur fyrirtæki eigi að fara á hausinn ef fjárhagslegur grundvöllur þeirra brestur. Fíflhyggja stjórnmálamanna í efnahagsmálum undanfarin ár eru alvörumál,sem þjóðin öll verður látin gjalda með einum eða öðrum hætti.Verðbólgan og verðmætur á húsnæðis - og bílalánum er  öllum augljós,sem og okurlánum banka og síhækkandi verðlags í verslunum og þjónustu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband