Það er ljóst á þessari spá Seðlabankans,að verðbólgunni á að velta yfir fólkið í landinu. 30 % lækkun á húsnæðisverði á sama tíma og verðbólgan er 10 -15 % og íbúðarlánin um 7% vexti.Þessi spá Seðlabankans sýnir okkur að honum er stjórnað af mönnum með alls enga fjármálaþekkingu.
Íbúðarlán með innbyggðri verðbólgu er nú um 20%,þau nálgast nú okurvexti yfirdráttarlána bankanna.Húsnæðiskosnaðinn á að taka strax út úr neysluvísitölu og verðtryggingin (verðbólgan ) leggist ekki ofan á höfuðstól lánanna eins og nú er.Verðtrygging ofan á höfuðstól lána er hvergi viðhöfð í löndum ESB.
Nú er komið að þjóðinni allri að mótmæla,ríkisstjórnin stendur ráðlaus á krossgötum á meðan heimilum í landinu á að blæða út.Einleikur Seðlabankans með hæstu stýrivexti í Evrópu,sem ekki ná neinum tökum á verðbólgunni , með handónýta mynt ,sem fyrirtækin og fólkið í landinu telja ónothæfa.
Marft bendir til að fyrirtækin í landinu taki upp einhliða notkun á evrunni eins og Vilhjálmur Egilsson formaður vinnuveitendasambandsins hefur bent á.Ennþá bólar ekkert á tillögum ríkisstjórnarinnar í þessum málum er þó ýmislegt hægt að gera til úrbóta og slá á verðbólguna og umfram allt að koma fram með skilvirkar tillögur,svo óvissu þjóðarinnar um komandi aðgerðir verði ljósar.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:01 | Facebook
Athugasemdir
Myndi Davíð geta fengið vinnu í banka erlendis eða "hagfræðingarnir" hans?
Óskar Arnórsson, 13.4.2008 kl. 02:26
Náttúrlega ekki,hann
Kristján Pétursson, 14.4.2008 kl. 18:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.