Allir útlendingar framvísi sakar - og heilbrigðisvottorði ,sem sækja um atvinnu og dvalarleyfi.
20.4.2008 | 12:51
Við erum fámenn þjóð með fámennt löggæsulið og erum því illa í stakk búnir að halda uppi lögum og reglu í landinu ef hingað sækja fjölmennir vel skipulagðir glæpahópar.Það er staðreynd að í ýmsum austur - Evrópuríkjum eru mikil og vaxandi umsvif Mafíunnar er taka til hvers konar afbrota allt frá mannsali,sem mest tengist vændi,stórfelldum fíkniefnainnflutningi og dreifingu,sem m.a.tengist austurlöndum fjær og nær, skipulögðum alþjóðlegum viðskiptum ,fjársvikum og þjófnuðum o.fl.
Armar Mafíunnar virðast vera búnir að rótfesta sig hér á landi.Framboð fíkniefna á íslenskum markaði er stöðugur,sem segir okkur að allt skipulag innflutnings,dreifingar og fjármögnunar er í höndum atvinnu glæpamanna.Þeir fáu löggæslumenn,sem vinna við fíkniefnarannsóknir hafa litla viðspyrnu að standa gegn þessu vaxandi vandamáli.Innan tíðar megum við búast við að skipulögð dreyfing á heroini verði staðreynd hér,einkanlega í sambandi við aukið vændi.
Ríkisstjórnin verður að auka mannafla löggæslunnar og fjármnuni gegn þessari óheillaþróun.Það er að duga eða drepast var einu sinni sagt til að hvetja menn til dáða. Það er ekki vænlegt innlegg dómsmálaráðhr.í þessum málum, ætla að þrískipta embætti lögreglustj.á Suðurnesjum og veikja þannig alla stjórnsýslulega innviði þess í baráttunni gegn innflutningi á fíkniefnum og eftirliti með alþjólegum glæpamönnum.
Ég skora á alla bloggara að gera sig gilda í þessari umræðu,þetta er versti vágestur samtíðarinnar.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Auðvitað áttum við strax að fara fram á sakavottorð og heilbrigðisvottorð frá þeim sem ætluða að dveljast einhvern tíma hér á landi.
Við höfum ekki getu til að takast á við alla þá breytingu sem nýbúar flytja með sér til landsins.
Það hafa margir verið að vara við þessum innflutningi á fólki, hvað hefur heyrst þá ?
Það er hrópað hátt og sagt að við sem viljum takmarka og hafa eftirlit með innrásinni af erlendu fólki seu rasistar.
Núna kemur það í ljós að þeir sem vöruðu við þessu streymi v til landsins, vissu hvað þeir töluðu um..
Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 20.4.2008 kl. 13:27
Þakkar ykkur fyrir áhugaverðar athugasemdir.
Kristján Pétursson, 20.4.2008 kl. 16:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.