Allir útlendingar sem sækja um atvinnu - og dvalarleyfi framvísi sakar - og heilbrigðisvottorðum .

Við erum fámenn þjóð með fámennt löggæsulið og erum því illa í stakk búnir að halda uppi lögum og reglu í landinu ef hingað sækja fjölmennir  vel skipulagðir glæpahópar.Það er staðreynd að í ýmsum austur - Evrópuríkjum eru mikil  og vaxandi umsvif Mafíunnar  er taka til hvers konar afbrota allt frá mannsali,sem mest tengist vændi,stórfelldum fíkniefnainnflutningi  og dreifingu,sem m.a.tengist austurlöndum  fjær og nær, skipulögðum alþjóðlegum viðskiptum ,fjársvikum og þjófnuðum o.fl.

Armar Mafíunnar virðast vera búnir að rótfesta sig hér á landi.Framboð fíkniefna á íslenskum markaði er stöðugur,sem segir okkur að allt skipulag innflutnings,dreifingar og fjármögnunar er í höndum atvinnu glæpamanna.Þeir fáu löggæslumenn,sem vinna við fíkniefnarannsóknir hafa litla viðspyrnu að standa gegn þessu vaxandi vandamáli.Innan tíðar megum við búast við að skipulögð dreyfing á heroini verði staðreynd hér,einkanlega í sambandi við aukið vændi.

Ríkisstjórnin verður að auka mannafla löggæslunnar og fjármnuni gegn þessari óheillaþróun.Það er að duga eða drepast var einu sinni sagt til að hvetja menn til dáða. Það er ekki vænlegt innlegg dómsmálaráðhr.í þessum málum, ætla að  þrískipta embætti lögreglustj.á Suðurnesjum og veikja þannig alla stjórnsýslulega  innviði þess í baráttunni gegn innflutningi á fíkniefnum og eftirliti með alþjólegum glæpamönnum.

Ég skora á alla bloggara að gera sig gilda í þessari umræðu,þetta er versti vágestur samtíðarinnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skilmerkileg og vel upp sett færsla hjá þér.Þetta er hverju orði sannara,sá viðtal í kastljósþætti um daginn en þar var rætt við Stefán Eiríksson Löggustjórann í Reykjavík,hann allt að því viðurkenndi að lögreglan væri búin að missa tökin,varðandi fjölgun allskonar glæpa,einnig kom það fram í viðtalinu að aðfarir útlenskra misindismanna væru svo geigvænlega ofbeldisfullar aðfarir,miðað við Íslendingana(engin afsökun samt).Það er kúgun og helsi á Íslensku þjóðinni að opna landið svona,alla sök bera óhæfir pólítukusar.Auðvitað á að fá að sjá sakarvottorð þeirra sem hingað leita eftir vinnu og þá til búsetu.Mikill fjöldi kemur hingað skilríkjalaus,og það kostar þjóðfélagið þetta litla samfélag að leita eftir því hverjir eru hvað.Það hefur sannað sig undanfarið að sumir sem hafa verið sett á endurkomubann koma hér aftur bara með önnur skilríki,landið er galopið fyrir allskonar klíkum.Grein í Morgunblaðinu í dag segir svo frá að menn séu sendir hingað til Íslands,til að kæla þá niður,,þeir séu búnir að koma sér í vandamál í sínu heimalandi,þá eru þeir sendir um tíma hingað.USS FUSS OG SVEI,Ráðamenn þjóðarinnar hafa gert Ísland að Glæpamannanýlendu.

Númi (IP-tala skráð) 19.4.2008 kl. 23:47

2 Smámynd: Óskar Arnórsson

Gott innlegg Númi og svo sannarlega rétt! Bara það sem fólks segir mér í óspurðum fréttum er svo geigvænlegt að það hálfa væri nóg.

Óskar Arnórsson, 20.4.2008 kl. 00:00

3 Smámynd: Kristján Pétursson

Þakka ykkur fyrir að láta skoðanir ykkar í ljós.

Kristján Pétursson, 20.4.2008 kl. 16:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband