Allir útlendingar sem sækja um atvinnu - og dvalarleyfi sýni sakar - og heilbrigðisvottorð.

Við erum fámenn þjóð með fámennt löggæsulið og erum því ekki í stakk búnir að halda uppi lögum og reglu í landinu ef hingað sækja fjölmennir  vel skipulagðir glæpahópar.Það er staðreynd að í ýmsum austur - Evrópuríkjum eru mikil  og vaxandi umsvif Mafíunnar  er taka til hvers konar afbrota allt frá mannsali,sem mest tengist vændi,stórfelldum fíkniefnainnflutningi  og dreifingu,sem m.a.tengist austurlöndum  fjær og nær, skipulögðum alþjóðlegum viðskiptum ,fjársvikum og þjófnuðum o.fl.

Armar Mafíunnar virðast vera búnir að rótfesta sig hér á landi.Framboð fíkniefna á íslenskum markaði er stöðugur,sem segir okkur að allt skipulag innflutnings,dreifingar og fjármögnunar er í höndum atvinnu glæpamanna.Þeir fáu löggæslumenn,sem vinna við fíkniefnarannsóknir hafa litla viðspyrnu að standa gegn þessu vaxandi vandamáli.Innan tíðar megum við búast við að skipulögð dreyfing á heroini verði staðreynd hér,einkanlega í sambandi við aukið vændi.

Ríkisstjórnin verður að auka mannafla löggæslunnar og fjármnuni gegn þessari óheillaþróun.Það er að duga eða drepast var einu sinni sagt til að hvetja menn til dáða. Það er ekki vænlegt innlegg dómsmálaráðhr.í þessum málum, ætla að  þrískipta embætti lögreglustj.á Suðurnesjum og veikja þannig alla stjórnsýslulega  innviði þess í baráttunni gegn innflutningi á fíkniefnum og eftirliti með alþjólegum glæpamönnum.

Ég skora á alla bloggara að gera sig gilda í þessari umræðu,þetta er versti vágestur samtíðarinnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Arnórsson

það er búið að loka síðunni minni www.leap.cc sem er opin öllum aðdáendum fyrrverandi fíkniefnalögreglumanna og dómara í USA. Þeir vilja lögleiða allt dóp.

Mér varð það á að ég að ég sagði að ég vildi ekki sjá heróín og hass í hillunum í verslunum á Íslandi. Hvorki Nóatúni eða Krónunni. þeir eru mjög sannfærandi þessir lögreglumenn og dómarar. Nú eru þeir að verða hættulegustu menn USA í fíkniefnamálum.

Þeir gáfu þá skýringu á lokunninni að ég væri með neikvæða IP tölu hvað sem það svo sem er.

Þú ættir að kynna þér þessa einstöku fræðslu. Þeir bjóðast til að senda fyrirlesara sem eru búnir að vera fíkniefnalögreglur í 20 - 30 ár til að predika í skólum að allt dóp eigi að vera á boðstólum fyrir alla!

En ef þú bloggar þarna, skaltu bara segja að þetta sé fín hugmund að selja heróín í hverri sjoppu. Annars loka þeir á síðuna þína.

Og svo eru þeir með lögreglumerkin á jökkunum! Kannski USA löggan sé búin að gera upptækt svo mikið af dópi að þetta séu bara sölumenn til að selja dóp svo dollarinn styrkist, með leyfi frá Bush!

Þeir segjast alla vega vera fíkniefnalögreglumenn í starfi! 

Óskar Arnórsson, 19.4.2008 kl. 17:01

2 Smámynd: Óskar Arnórsson

..það er farið að gefa heróín sem kallast "marsipan" í sumarbústaðapartíum. Ég sagði fíknefnalögreglu frá þessu í Reykjavík og þeir höfðu engan áhuga...lögreglan kann ekki að mynda sambönd við undirheimanna.

Og hafa ekki áhuga heldur að læra það..það eina sem lækkar í verði núna á Íslandi eru eiturlyf. Og það þarf enga hagfræðinga til að skilja hvað það þýðir..mitt í verðbólgunni..

Óskar Arnórsson, 19.4.2008 kl. 17:14

3 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

Ég er af þeirri kynslóðinni, að það sé rétt að hlusa þegar Kristján Pétursson talar.

Kveðja.

Sigurbjörn Friðriksson, 19.4.2008 kl. 23:10

4 Smámynd: Óskar Arnórsson

Tek undir það Sigurbjörn og furða mig að ekki fleiri séu hér að fjalla um þetta mál.

ENGIN FJÖLSKYLDA Á ÍSLANDI ER EKKI EINHVERNVEGIN TENGD ÞESSU MÁLEFNI! 

Ég kóperaði nú þessa færslu og setti inn á attugasemd þar sem var verið að tala um þessi mál, reyndar án leyfis og viðurkenni ég það hér með.

Furðulega litlar undirtektir um mál málanna á Íslandi í dag. Ég er af sömu kynslóð og sé að það er ótrúlegt áhuga- og ábyrgðaleysi hjá stjórnvöldum í sambandi við þessa þróun sem menn kunna út og inn eins og ég veit að Kristján gerir.

Gerir mig gjörsamlega gáttaðan. 3 af hverjum 4 sem koma á slysadeildir í dag má rekja til áfengis- og eiturlyfjaneyslu. samt er þagað um þessi mál og talað mest um hluti sem ske út í heimi, enn ekki heima hjá okkur sjálfum.

Á hugaleysi almennings að þrýsta meira á stjórnvöld hafa einmitt þau áhrif að þau aðhafast lítið sem ekkert!  það verður sem sagt að bíða eftir að heróínistar sem er ekki hægt að líkja við neina aðra fíkla, byrji að herja á þjóðina, og engin viðbúnaður til! Svakalegt alveg!

Þyrfti að vera á forsíðum allra dagblaða miðað við það sem er að þróast hér á Íslandi. 

Óskar Arnórsson, 19.4.2008 kl. 23:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband