Verðtryggingar af íbúðarlánum verði afnumin .

Flestir ungir íbúðarkaupendur taka 80 - 90 % bankalán.Sé t.d.um að ræða 14 -16 milj.kr.lánsupphæð   er hér um að ræða  2 - 3 mil.kr.

Sé miðað við 8 - 10 % verðbólgu eins og nú er hækkar höfuðstóll lánsins um nær eina milj.á ári.Verðbólgan  étur  því upp eign lántakanda á 2 - 3 árum,þó hann hafi greitt bankanum umsamda vexti og afborganir.

Ríkisstjórn,  sem er svo ráðlaus og getulaus að láta svona miskunarlausar og grimmar aðgerðir  ganga yfir þjóðina þó einkanlega ungmenni,sem eru að reyna eignast sína fyrstu íbúð ,ættu að vera búnir  fyrir löngu að leita þjóðarsáttar um úrlausnir .

Maður heyrir alls staðar ungmenni vera að tala um að yfirgefa landið,hér sé ekki hægt að búa,hæstu vextir, verðbólga, og matarverð í allri Evrópu.Auk þess sé krónan okkar handónýt og skuldsettustu heimilin í álfunni.

Megnið af þeim vandamálum ,sem við er að stríða eru heimatilbúin s.s.höfuðóvinurinn verðbólgan.Því legg ég til að verðtryggingin verði afnumin og húsnæðiskosnaðurinn verði tekin út úr neysluvísitölu,sem þarf reyndar að fara í heilarendurskoðun s.s.eldsneyti og ýmsar  neysluvörur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband