Hvenær kemur aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar til framkvæmda - þjóðin bíður.

Þjóðin er búin að bíða í tæpt ár eftir aðgerðum ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum.Í kvöld kom forsætisráðhr.fram á Stöð 2 og var spurður um aðgerðir í efnahagsmálum,svarið var sem fyrr að verið væri að athuga málin.  Hvað veldur þessu úrræða - og  getuleysi ríkisstjórnarinnar,samstarfið er gott,elskulegar augngotur og breytt bros Ingibjargar til Geirs sýnir að sambandið er traust.Er ekki löngu kominn tími til að spyrna við fótum,áður en í  enn frekara óefni er komið .Öll þjóðin er búin að bíða eftir einhverju aðgerðaplani frá ríkisstjórninni ,en ekkert gerist.

Stafar þetta af getuleysi, þekkingarskorti og reynsluleysi viðkomandi forustumanna, nei tæpast.Sjóleiki, vanmat á aðstæðum og tilfinnigaskortur fyrir lífsafkomu fólks almennt er líklegri skýring Því miður virðist svo vera,hjartalag þeirra slái alls ekki  í takt við þjóðarsálina.Mér þykir sárt sem jafnaðarmanni að þurfa að upplifa svona tíma,mikill meirihluti þjóðarinnar virðist vera á sama máli um þennan framgangsmáta ríkisstjórnarinnar.

Ingibjörg þú hefur staðið þig vel í utanríksmálum,nú verða landsmálin að njóta forustu þinnar og leiða þau til lykta á farsælan hátt.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband