Samningsviðræður Kaupþings og Spron - Niðurstöður innan tiðar.

Slæm fjárhagsstaða Spron  mun leiða  til  sameinginar við Kaupþing innan tíðar.Það mátti svo sem búast við einhverri breytingu eftir að stöfnfjáreigendur Sparisjóðanna fóru að selja hlutabréf sín með  gífurlegum hagnaði eins og kom í ljós  m.a.þegar fjármálaráðhr.seldi bréf sín í Sparisjóði Hafnarfjarðar fyrrir 50 milj.kr.

Það er mikil eftirsjá í Sparisjóðunum,sem hafa í gegnum árin lánað mikla fjármuni um land allt til húsbygginga og atvinnureksturs og allskonar góðra mála í sínum byggðalögum.Fari svo að Kaupþing eignist þá,munu mörg byggðalög missa þá góðu þjónustu,sem Sparisjóðirnir hafa veitt þeim í tímans rás.Hér er um stór landsbyggðarmál að ræða,sem þarf að fylgjast vel með.Auðhyggjustefnan með tilheyrandi græðgi er farin að gerjast innan Sparisjóðanna og þá verður stutt í að þeir hoppi upp í sængina hjá stóru bönkunum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband